Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 209
207
Á Löngumýri er nú að mestu lokið myndarlegri viðbyggingu við skól-
ann, svo að hann hefur nú allgóðan húsakost.
Hofsós. Skólabyggingunni á Hofsósi miðar hægt áfram, en verður
þó vonandi tekin í notkun haustið 1950.
Ólafsfí. Börnin skoðuð í byrjun skólaárs. Kennt í sveitinni aðeins
á Kleifum. Nú komst bygging nýja skólahússins það langt, að í nóvein-
berbyrjun var hægt að hefja kennslu í því. Var hægt að taka 5 kennslu-
stofur í notkun af 6. Að utanmáli er húsið 50,20 metrar á lengd.
Breidd að sunnan 10 m, en að norðan 8,80 m (fimleikahús). Breidd
miðbyggingar 21 m. I skólanum eru 6 kennslustofur, 3 uppi og 3
niðri, stærð 6X7 m. Gangur uppi og niðri 24,70 m X 3,26. Anddyri
og stigi upp á efri hæð með terrazzogólfi. í suðurenda gangs á efri
hæð var afþiljað herbergi fyrir háfjallasóllampa. Við gangenda á efri
hæð er skrifstofa skólastjóra. Fimleikasalur 8,50 m X 16 m ásamt
búningsklefum fyrir drengi og stúlkur, áhaldaklefa, baðklefa og
þurrkherbergi og einu salerni fyrir hvorn búningsklefa. Á neðri hæð
eru enn fremur snyrtiherbergi fyrir drengi með 3 salernum, 4 hand-
laugum og þvagþró, snyrtiherbergi fyrir stúlkur með 4 salernum
og 4 handlaugum. Ibúð fyrir húsvörð, 2 herbergi og eldhús, ásamt
sérinngangi og geymslu. Á efri hæð eru, auk kennslustofu og gangs,
þessi herbergi: Kennslueldhús 8,5 m X 6 m, kennslustofa fyrir handa-
vinnu drengja, jafnstór, áhaldageymsla 4 m X 2,5 m, kennarastofa
4 m X 6 m, og gangur framan við tvö síðast töld herbergi með 2
salernum og 3 handlaugum, einnig fatageymsla. Lofthæð fimleika-
húss er 5 m, en í skólastofum og göngum og öðrum herbergjum
3,15 m. Gólf dúklögð. Húsið allt hitað með hitaveituvatni. Eftir er að
útbúa kennslueldhús og koma fyrir færanlegum skilrúmum milli
kennslustofa uppi, þannig að gera megi 3 stofur að einum sal. Einnig
eftir að fullmála stofur og gang uppi.
Dalvíkur. Svipað og undanfarin ár. í Skíðadal eru engin börn á
skólaskyldualdri. Á 2 fremstu bæjum í Svarfaðardal eru nokkur börn
á þeim aldri. Munu þau hafa hlotið nokkra tilsögn af farkennara
seinna part vetrar og enn fremur í haust. Ekki fór þar fram skóla-
skoðun, en mér er kunnugt um gott heilsufar barnanna og kennarans.
Akureyrar. Skólalæknir og hjúkrunarkona við barnaskóla Akur-
eyrar hin sömu og undanfarin ár. Á þessu ári var tekinn í notkun
nýr og mjög reisulegur barnaskóli í Öngulstaðahreppi. Einnig er
barnaskólinn á Iijalteyri nýr og mjög fullkominn skóli. Enginn
heimavistarbarnaskóli er starfandi í læknishéraðinu, nema hvað
heimavistarskóli hefur starfað nú sem undanfarin ár í íbúðarhús-
inu í Skógum í Fnjóskadal.
Grenivíkur. Skólaskoðun framkvæmd haust og vor og eftirlit haft
nreð því, hvort börn séu með óþrif í skólanum. Börnunum gefið lýsi.
í fyrsta sinn, síðan ég kom í héraðið, fann ég hvorki nit né lús í
nokkru barni, mér til mikillar ánægju og heimilunum til verðugs
hróss. Börnin þyngdust að meðaltali um 3,4 kg og lengdust um 2,7
sm á skólaárinu 1948—1949.
Bakkagerðis. Skólahúsið er nýtt steinsteypuhús, ein hæð og kjall-
ari undir öðrum enda hússins fyrir miðstöðvarkyndara. Herbergja-