Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 213
211
ekki tekizt að útvega. Bót er í máli, að margir „jeppa“-bílar eru í
héraðinu.
Breiðabólsstaðar. Þrátt fyrir mikla snjókomu í vetur gat ég farið
allar ferðir í bíl nema eina, sem ég fór ríðandi auk skólaskoðunar-
ferðar í Öræfi, sem einnig var farin á hestum, þó aðeins önnur leiðin.
Var þetta samt mest að þakka hinu ágæta heilsufari, á meðan
snjórinn var mestur, því að hefði ég þá þurft að fara í hinar fjar-
liggjandi sveitir, hefði ekki verið hægt að komast þangað nema á
skíðum.
Vestmannaeyja. Sjóferðir stundum slarksamar, en ólíkt er hægara
urn skipaferðir en áður var. Togarar koma nú orðið oft að bryggju
með slasaða menn, því að erfitt er að ná þeim í báta úti á höfn í
kviku og náttmyrkri. Má heita mikil mildi, að ekki hafa slys hlotizt
af þessu, því að þar hefur stundum mjóu munað.
15. Slysavarnir.
Læknar Iáta þessa getið:
Búðardals. Hafinn undirbúningur að stofnun deildar úr Slysa-
varnarfélagi íslands.
Bíldudals. 2 slysavarnardeildir eru starfandi hér á Bíldudal, kvenna
og karladeild. Hefur einkum kvennadeildin starfað af rniklum krafti
að fjársöfnun fyrir Slysavarnarfélag íslands, björgunarskútu Vest-
fjarða og' fleiri menningarmál.
Flateyri. Starfsemi slysavarnardeilda óbreytt frá fyrra ári.
Sauðárkróks. Slysavarnardeildir eru 2 á Sauðárkróki, og vinna
þær að fjársöfnun til slysavarna.
Akureyrar. Starfandi eru karla- og kvennasveitir úr Slysavarna-
félagi íslands, og hafa störf þeirra verið með svipuðum hætti og und-
anfarin ár.
Grenivíkur. 2 skipbrotsmannaskýli eru í héraðinu, annað á Þöngla-
hakka í Fjörðum, hitt á Látrum. Átti að lagfæra það nokkuð í ár og
bæta aðbúnað. Það mun ekki enn hafa verið framkvæmt, en á að
gerast í vor, og vonandi verður ekki dráttur á því.
Breiðabólsstaðar. Slysavarnardeildir eru hér 5 í Slysavarnarfélagi
íslands. Brugðu 2 þeirra við skjótt, er togarinn Barmen strandaði hér
i Króksfjöru í maí. Björgunarskilyrði voru ágæt, þar sem skipið lá
það hátt í fj örunni, að skipverjar gátu rennt sér á kaðli niður frá
stefni skipsins og vaðið í land.
Vestmannaeyja. Björgunarfélag Vestmannaeyja og slysavarnar-
deildin Eykyndill starfa hér að þessum málum. Varðskipið Ægir
annast varðgæzlu á vertíð og björgunarstörf eða þá smærri varðskip
eins og vélbáturinn Óðinn og bátar, sem varðskip eru látin heita og
björgunarskip. Sterk og góð sjóskip og ganggóð skip þarf hér til
björgunar í veðurofsa. Björgunarfélagi Vestmannaeyja verður aldrei
launuð eða þökkuð sem vera bæri sú fyrirhyggja að fá gamla Þór
til þessa starfs, en hann var sterkbyggður og ágætt sjóskip.