Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 112
110
meðvitundarlaus með unilateral krampa. Dó svo með síauknum heila-
þrýstingseinkennum eftir rúman klukkutíma, meðan verið var að
ráðstafa um flutning á spítala. Sextugur maður í Borgarnesi varð
fyrir bíl og fékk fract. cruris inferioris complicata með mjög miklu
mari á fæti og crus. Var sendur þegar í stað á Landsspitalann og var
frá verkum i fullt ár.
Ólafsvíkur. Ambustio 2. Fract. antibracbii 2. Vulnera incisa 6.
Búðardals. Fractura cranii & commotio cerebri (15 ára stúlka féll
af hestbaki), claviculae 1. Lux. humeri 1. Rupt. tendinis Achillis 1.
Distorsio 1. Haemarthros genu 1. Ambustio 1. Vulnera traumatica 5.
Reykhóla. 1 dauðaslys á árinu: 32 ára gamall maður varð úti. Var
við fjárgeymslu skammt frá bæ, er skyndilega brast á hörkubylur.
Maðurinn villtist og gekk fram af ísspöng og drukknaði. Líkið fannst
skömmu síðar. Önnur slys öll smávægileg.
Bildudals. Slys fremur fá og ekki stórvægileg. Fract. colli femoris
1: 3 ára barn datt undir bíl, sem var að fara af stað, og fór annað
afturhjólið yfir það, marðist það mikið á læri og mjöðmum, auk
brotsins, sem greri fljótt og vel; malleoli 1: 56 ára kona datt úti á
túni; colli humeri 1: 83 ára kona datt á tröppum; Bennetti 1: 11 ára
drengur; digiti V manus sinistrae 1; costarum VII et VIII lateris dextrae
1: 64 ára maður datt á „polla" um borð í skipi og braut í sér 2 rif, og
særðu brotin lungað með þeim afleiðingum, að hann fékk pneumo-
thorax og mjög mikið emphysema undir húð um allan hægra hluta
bolsins og upp allan háls; fékk háan hita á öðrum degi, sem hvarf
á nokkrum dögum við chemotherapi. Commotio cerebri 1: Maður datt
illa á hálku. Auk þess Arar nokkuð um smáskurði, stungur, mör,
tognanir og smábruna.
Flateyrar. Slys urðu færri á þessu ári en nokkru öðru, síðan ég kom
í þetta embætti, og ekkert þeirra sögulegt. Togarar koma þó mikið
hingað, en mikill munur er á því, hvað minna hefur borið á stór-
slysum á nýju togurunum en hinum gömlu.
Bolungarvíkur. Eitt meira háttar slys varð hér, rétt eftir að ég kom
hingað. Klemmdist maður á milli lunningar og stampa, sem skullu
á hann, er brotsjór reið yfir bátinn. Taldi ég grind brotna, og var
urethra kramin. Ekki hægt að flytja manninn á spitala sökum veð-
urs, en þetta lánaðist vel. Enn fremur fract. colli femoris á roskinni
konu og fract. Collesi á ungum manni. Maður brenndist mikið á hönd-
um og í andliti, og kviknaði í honum, er hann var að svíða svið með
prímus, sem „spýtti“. Annan bar að í sömu svifum, og tókst að kæfa
eldinn, en föt sviðnuðu meira og minna, og er furða, hversu hann þo
slapp. Önnur slys urðu ekki teljandi.
Isafj. Lysis epiphysis radii dextri: 12 ára telpa datt á svelli og kom
niður á hægri hönd. Fract. fibulae sinistrae: 27 ára kona datt á götu
og hlaut við það skábrot á fibula; acetabuli dextri: 36 ára kona datt
á svelli og kom niður á hægri mjöðm; colli femoris dextri: 81 árs
kona datt niður stiga; femoris sinistri: 9 ára drengur var að leika
sér úti og stökk niður af háum vegg; radii dextri: 16 ára piltur datt
á skiðum, kom niður á hægra úlnlið; cubiti dextri: 4 ára drengur
datt niður stiga heima hjá sér og kom niður á hægra olnboga; tibiae