Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 283
281
sæti yfirlæknir geðveikrahælis ríkisins, dr. Helgi Tómasson, sam-
kvæmt ákvæðum 5. gr. laga um læknaráð, með því að hann hafði
áður tekið afstöðu til málsins. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um
starfsháttu lælcnaráðs tók sæti hans í deildinni yfirlæknir lyflæknis-
deildar Landspítalans, sérfræðingur í taugasjúkdómum, dr. Jóhann
Sæmundsson prófessor.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, telur læknaráð ótví-
rætt, að maður þessi sé geðveill (psykopat) og að glæpahneigð hans
eigi a. m. k. að verulegu leyti rót sína að rekja til þess. Auk þessa
virðist hann hafa verið haldinn geðveiki (psykosis) á tímabili, og
þá í sambandi við amfetamínnautn.
Gera verður ráð fyrir, að geðveila mannsins sé varanleg og að hætt
sé við, að hann kunni að fremja afbrot svipuð þeim, sem hann
framdi áður en amfetamínnautnin kom til. Ef eitthvað annað kemur
til, svo sem amfetamínnautn eða því um líkt, má búast við, að af-
brotahneigð hans færist í aukana.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 13. júní
1951, staðfest af forseta 15. s. m. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit. Með dómi hæstaréttar 27. júni 1951 var sakborningur leystur úr ör-
J'ggisgæzlu til reynslu með þeim skilyrðum, að honum væri skipaður eftirlitsmaður,
tryggður samastaður og starfi og hann héldi sér algjörlega frá nautn eiturlyfja.
7/1951.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 5. maí 1951,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í bæjarþingi Reykjavikur 4. mai,
leitað álits læltnaráðs í málinu: S. E-son gegn S. E-syni.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 21. október 1948 varð S. E-son kaupmaður, ... í Reykja-
vik, f. 29. apríl 1871, fyrir slysi með þeim hætti, að bifreið í eigu
stefnds var ekið á hægri ferð aftan á hann, er hann gekk á götu í
Reykjavik. Við áreksturinn féll hann á götuna og inn í húsasund. Við
fallið meiddist hann í baki og vinstri olnboga. I vottorði starfandi
læknis í Reykjavík . .. sérfræðings í lyflækningum, dags. 22. október
s. á., segir, að við skoðun s. d. hafi stefnandi reynzt „allmjög marinn
í baki og vinstri olnboga, en engin einkenni finnast um beinbrot eða
aðra alvarlegri áverka“. Stefnandi var síðan undir læknishendi hjá
fyrrnefndum lækni, er vottar 19. nóv. s. á., að hann hafi „að mestu
leyti náð sér eftir meiðslið á vinstri olnboga, en er stöðugt slæmur
í baki. Þar eru ennþá veruleg eymsli og sársauki við hreyfingar og
áreynslu.“ Hinn 1. febr. 1949 er hann, þrátt fyrir ljós- og nuddlækn-
ingar, „enn aumur og stirður í bakinu“ (vottorð sama læknis).
36