Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 289
287
samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga um læknaráð, með þvi að hann hafði
áður tekið afstöðu til málsins. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um starfs-
liáttu læknaráðs tók sæti hans í deildinni kennarinn í heilbrigðis-
fræði við háskólann, dr. Júlíus Sigurjónsson. Vegna veikindaforfalla
yfirlæknis lyflæknisdeildar Landspítalans, dr. Jóhanns Sæmunds-
sonar prófessors, sem staddur er utanlands, var ekki unnt að bera
málið undir hann, sbr. 2. málsgr. 4. gr. laga um læknaráð.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 3. sept.
1951, staðfest af forseta 11. s. m. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Dómsmálaráðuneytið mun ekki hafa fyrirskipað frekari rannsókn
málsins.
9/1951.
Borgarfógetinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 12. september
1951, samkvæmt úrskurði kveðnum upp í fógetarétti Reykjavíkur 11.
september, óskað umsagnar læknaráðs í málinu: Borgarstjórinn i
Reykjavík f. h. Reykjavikurbæjar gegn S. Á-syni.
Málsatvik era þessi:
S. Á-son, sem verið hefur leigjandi bæjarsjóðs í húsinu . . .götu ...
skuldar bæjarsjóði húsaleigu, hitakostnað og hreingerningu frá árinu
1947—júlí 1951 samtals að fjárhæð kr. 30.691,59. Vegna þessara
vanskila hefur borgarstjóri krafizt útburðar á S. „og öllu því, sem
honum fylgir“, sbr. bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 1951.
Við réttarhald í málinu 29. ágúst var lagt fram vottorð frá heim-
ilislækni sakbornings, dags 15. ágúst 1951, svohljóðandi:
„Undirritaður heimilislæknir frú M. G-dóttur, .. .götu ... vottar hér
með, að ég hef skoðað hana og fylgzt með heilsufari hennar. Hún
þjáist af „háþrýstingi" samfara æðaveilum í hjarta og nýrum (hyper-
tensio art., mb. cord. hyptertens.), hefur tvívegis verið gjörð aðgerð á
henni við þessum sjúkdómi án verulegs árangurs. Hún er þess vegna
enn mjög heilsuveil og þolir illa alla áreynslu og alls ekki neins konar
geðshræringar eða áhyggjur.“
1 sama réttarhaldi var mættur sem vitni fulltrúi borgarlæknis, ...
læknir. Hann „kveðst hafa skoðað íbúð þessa, og kveður hann þá ibúð
sæmilega og konu gerðarþola ekki út af fyrir sig búið heilsutjón við
það að búa þar. En hann tekur fram, að framkvæmdri skoðun, að
hann telji ekki forsvaranlegt heilsu konunnar vegna, eins og nú
standa sakir, að flytja hana til, hvort sem er á sjúkrahús eða á
annan stað.“
I réttarhaldi 5. september var lagt fram vottorð frá fyrrnefndum
fulltrúa borgarlæknis, dag. 3. september 1951, svohljóðandi:
„Miðvikudaginn 29. f. m. var ég ltvaddur af fulltrúa borgarfógeta
til að segja til um, hvort ráðlegt væri frá heilbrigðislegu sjónarmiði,
yð framkvæmdur yrði útburður á frú M. G-dóttur úr húsinu . . .götu
• • •• En M. hefur verið mjög heilsuveil s. 1. 6—7 ár.