Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 221
219
(970 g) fitulifur. í lungum var mikil blóðsókn, bjúgur og byrjandi lungna-
bólga (stykki úr vefnum sukku í vatni). Enn fremur emphysema interstitialis
báðum megin. Ályktun: Við líkskoðun og krufningu fannst innskotsop eftir
kúlu í vinstra hupp, og þaðan hafði skotið farið i gcgnum magál og i gegnum
neðanverðan ristil, síðan inn í hryggjarlið og mænugang. Lítils háttar blæð-
ing var í lifhimnu, en lífhimnubólga var ekki orðin sýnileg og engin útvikkun
á görnum. Banamein hefur verið liin geysimikla blóðsókn til lungna og
blæðingar í þeim, svo að pilturinn hefur kafnað. Emphysema interstitialis
í báðum lungum ber greinilega vitni um öndunarerfiðleika piltsins. Ekki er
auðvelt að setja lungnabreytingarnar í samband við skotið, því að ólíklegt er,
að þær hafi verið bein afleiðing af því. Hinar miklu fitubreytingar í lifur
geta ekki hafa myndazt á svo skömmum tíma, enda engin líkindi til, að þær
hafi stafað af skotinu. Lifur er líka óeðlilega lítil, aðeins 970 g, í stað þess
að vera 1400—1500 g, sem er eðlileg þyngd. Þegar pilturinn deyr, hefur hann
byrjandi lungnabólgu á stórum svæðum i báðum lungum, og hann hefur lélega
lifur fyrir. Þótt skotið væri út af fyrir sig banvænt, vegna þess að lífhimnu-
bólga hefði hlotizt af því vegna gats á ristlinum, þá var hún ekki farin að
gera vart við sig, er maðurinn dó. Dauðaorsök mannsins verður að teljast
lungnábólga, sem leiðir fljótt til bana, vegna þess hve maðurinn hefur lélega
lifur og vegna þess, að hann fær lost (shock) af skotinu og aðgerðinni, sem
framkvæmd er til að ná kúlunni út.
27. 2. september. B. G-son, 5 mánaða. Barnið fannst dáið í rúmi sinu án þess að
hafa verið áberandi veikt. í lungum fannst bronchitis capillaris og lungna-
pipur með dökkrauðri slimhúð. Greinileg beinkramareinkenni á brjóstkassa.
Byrjandi bólga í báðum lungum. Ályktun: Við krufningu fannst svæsin
bronchitis í báðum lungum og byrjandi lungnabólga neðan til beggja vegna.
Auk þess fannst greinilegur vottur um beinkröm í barninu, og er slíkum
börnum miklu hættara en öðrum við að deyja úr hronchitis og lungnabólgu.
28. 7. september. A. Ó-son, 45 ára. Fannst látinn á salerni í Reykjavík. Við krufn-
ingu fannst mjög stækkað hjarta (590 g), kalkaðar kransæðar, en bæði nýru
lítil, vaskulær skorpunýru (130 g hvort). Hægra megin var arteria renalis full
af atheromkökk, og sams konar kölkun var í hinni vinstri, stíflaði ekki eins
mikið. í heila var mikil blæðing. Ályktun: Við krufningu fannst mjög stækkað
hjarta, og var stækkunin öll fólgin i hypertrophi á vinstra ventriculus. Enn
fremur fundust byrjandi skorpunýru báðum megin. Af þessu tvennu má ráða,
að maðurinn hafi haft hækkaðan blóðþrýsting, sennilega mjög hækkaðan,
vegna þess hve mikil stækkun var á hjarta. Dánarorsökin er heilablæðing
hægra megin í lieila, þar sem maðurinn hafði fengið mikla blæðingu. Hafði
hún brotizt inn í ventriculi heila og hefur valdið bráðum bana. Blæðingin var
geysimikil.
29. 24. september. 50 ára karlmaður. Fannst látinn heima hjá sér í öllum fötum
á legubekk. Enginn sjúkdómur fannst við krufningu, en lifrarvefur gaf með
formalíni og brennisteinssýru sterka svörun fyrir barbítúrsöltum. Ályktun:
Sennilega dáið af svefnlyfjum.
30. 30. september. A. Ó. Ó-dóttir, 3 ára. Varð fyrir bíl og dó samstundis. Við
krufningu fannst mikið brot á höfuðkúpu og heili sundur tættur. Enn fremur
hafði hægra lunga og lifur rifnað, en dauða borið svo skjótt að, að lítið
hafði blætt úr.
31. 3. október. W. B., 39 ára karlmaður (amerískur). Kvartaði um verk fyrir
hjarta, sem lagði út í vinstra arm um morguninn, er hann fór til vinnu. Dó
skyndilega á Keflavíkurflugvelli, án þess að nokkur væri viðstaddur. Við
krufningu fannst alger stifla í vinstri kransæð hjarta, 2 sm frá upptökum, þar
sem livítur thrombus lokaði lienni. Ályktun: Skyndilegur dauði af krans-
æðastiflu.
32. 12. október. G. S-dóttir, 51 árs. Hvarf að heiman og fannst látin í flæðarmáli.
Áh'lítun: Drukknun.
33. 26. október. M. B. M-son, 73 ára. Hneig niður á götu og var þegar örendur.
Við krufningu fannst mikil kölkun í vinstri kransæð hjarta og alger stífla,
5 sm frá upptökum. Hægri kransæð hjarta einnig mjög kölkuð. Mikil fibrosis
i hjartavöðva. Vinstri arteria subclavia alveg stífluð af thrombus. Byrjandi