Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 281
279
„Frá 8 ára aldri að minnsta kosti er R. F. K-son vandræðabarn.
Hann óhlýðnast foreldrum sínum, vanrækir nám, slæpist á götunum,
fremur þar og í skólanum ýmiss konar óknytti og stelur hvað eftir
annað. Hann þroskaðist eðlilega líkamlega og vitsmunalega, en sið-
ferðislíf hans virðist snemma brenglað. Þótt hann sem önnur börn
læri muninn á réttri breytni og rangri, nær sú vitneskja ekki að
festa rætur í skapgerð hans. Það, sem hugurinn girnist, verður hann
að fá, hvort sem það er með heiðarlegu eða óheiðarlegu móti. Sið-
ferðishömlur hans þroskast ekki eðlilega. Tilfinninga- og viljalif
lians er að þessu leyti vanþroska. Þegar honum er leiðbeint í sið-
ferðislegu tilliti eða fundið að við hann, vaknar þverúð í hug hans.
Til þess að geta haldið áfram að fullnægja frumstæðum óskum sín-
um og' löngunum brynjar hann sig þrjózku. Það er hægara að slæp-
ast en stunda nám, og munaður eins og sælgæti og kvikmyndasýn-
ingar er eftirsóknarverður. Sektarvitund hans nær aðeins að vekja
hjá honum þvermóðsku og uppreisnaranda, en ekki iðrun, er leiði til
bættrar hegðunar. Við þetta bætist, að hann í strákapörum og grip-
deilduin sér eitthvað ævintýralegt, er beri karlmennsku vott. Ástund-
unarleysi við nám, óknyttir, gripdeildir, óstöðugleiki við reglubundið
starf og misnotkun nautnalyfja einkenna æviferil hans til þess dags,
er hann er tekinn fastur í maí 1946.
Vafalaust á óheppilegt uppeldi einhverja sök á þessari þróun skap-
gerðar hans, en áskapað upplag, meðfæddir skapbrestir, mun þó vera
undirrótin. Til stuðnings þeirri skoðun má benda á, að systkin hans,
nokkru eldri, munu hafa fengið líkt uppeldi í svipuðu umhverfi og
Urðu þó ekki vandræðafólk.
Áfengis fer hann að neyta 14 ára gamall og drekkur síðan að meira
eða minna leyti, þar til amfetamínið nær tökum á honum. Ölvun
hans virðist ekki frábrugðin því ástandi, eins og það gengur og gerist.
Haustið 1944 fer hann að nota amfetamín, og upp úr því hættir hann
áfengisneyzlu. Síðasta árið fyrir handtökuna eykst þessi lyfjanotkun
hans jafnt og þétt, ef frá er talinn stuttur tími, er hann reynir að
losna úr viðjuin lyfsins. Mun amfetamínneyzla hans hafa verið gegnd-
arlaus veturinn 1945—1946, og liann þá að heita má verið að stað-
aldri undir áhrifum þess. Við þetta truflast geðsmunir hans veru-
lega. 1 vímu lyfsins gætir velliðunar og sjálfsgleði, en í eftirköstun-
Uin taugaóstyrks og geðvonzku. Hann lifir að hálfu leyti í heimi
ímyndana og fær ofurmennishugmyndir um sjálfan sig. Hann er
ýmist Kristi líkur eða Ivristur sjálfur, getur gert kraftaverk og ræður
öllu á himni og jörð. Einnig á öðrum sviðum en því trúarlega gætir
þessara stórmennskuhugmynda, t. d. er hann söngvari af Guðs náð
og á fyrir sér heimsfrægð á því sviði. Sennilega hafa slíkar hugmyndir
verið misáberandi hjá honum og farið eftir styrkleika vímunnar. At-
hafnir hans á þessu tímabili mótast af hugvillunum. Hann litar hörund
sitt að sið fornkonunga, beitir sjálfan sig pyndingum og étur rusl í
sjúklegu trúarofstæki. Snöggar geðslagssveiflur eru tíðar, og hann
hefur á stundum engan hemil á skapi sínu. Þá fremur hann ofbeldi
ú persónum annarra, ræðst örvita á félaga sinn og unnustu sína,
kastar vatnsglasi í höfuð foreldra sinna o. s. frv. Hefur hann efalaust