Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 137
135
ársins, en 3 seinna helminginn. Félagið réð auk þess til sín hjúkrunar-
konu í sumarorlofum, fríum og á frídögum heimilishjúkrunarkvenna.
Við heilsuverndarstöðina voru auk læknanna og hjúkrunarkvenn-
anna starfandi 1 ljósmóðir, 1 afgreiðslustúlka og 1 stúlka, sem sá um
Ijósböð ungbarna, en þau eru starfrækt frá 1. september til 1. júní.
Farið var í 5051 sjúkravitjun. Meðlimir Hjúkrunarfélagsins Líknar
eru um 165. Tekjur félagsins voru kr. 427330,07 og gjöld kr.
427648,92.
2. Akureijrardeild Rauðalcross íslands: Á aðalfundi í marz 1949 varð
sú breyting á stjórn deildarinnar, að í stað Snorra Sigfússonar var
kosinn séra Pétur Sigurgeirsson. Seint á árinu andaðist Gunnlaugur
Tr. Jónsson, og var enginn skipaður í hans stað, það sem eftir var
starfsársins. Sjúkraflutning annaðist deildin eins og áður með bifreið
sinni, og önnuðust lögregluþjónar bæjarins akstur hennar og um-
sjón. Hefur þessi tilhögun gefizt vel, þannig að aldrei hefur staðið á
flutningum vegna þess, að ökumann vantaði, sem áður gat frekar átt
sér stað, þegar einn maður annaðist akstur hennar, þvi að komið gat
þá fyrir, að hann væri ekki tiltækur, hvenær sem var. Enn þá er ekki
fullráðið, hversu þessu verður hagað framvegis, þar eð lögregluþjónn
sá, sem fyrir þessu hefur staðið og aðallega séð um og hirt bifreiðina,
reyndist ekki fáanlegur til að halda því áfram lengur, en unnið er að
því að fá lögregluna til að annast þetta eitthvað framvegis. Bifreiðin
flutti á árinu 145 sjúklinga, þar af 79 innanbæjar og 66 utanbæjar.
Enn varð dráttur á því, að starfræksla fyrirhugaðrar ljósastofu gæti
hafizt á árinu, ög stóð fyrst og fremst á húsplássi, sem deildin var
reyndar búin að fastsetja og byrjað var að standsetja, en reyndist óhag-
stæðara en ætlað hafði verið, og því hætt við það. Annað húsnæði var
síðan fengið seint á árinu 1949, en ekki tókst að koma stofunni í gang
fyrr en á öskudaginn síðasta. Þótti vel til fallið að byrja starfsemina
a þeim degi og til þess með fram um leið að minna bæjarbúa á fjár-
söfnun Rauðkrossins þann dag. Hefur þessi framkvæmd deildarinnar
mælzt vel fyrir, og hefur aðsókn farið vaxandi. Fjár hefur verið aflað
fyrir starfsemina með útvegun styrkja, merkjasölu, samkomum o. fl.
Miklu meira hefði verið hægt að selja af heillamerkjum, ef til hefðu
verið, en því miður fékk deildin aðeins 250 stk., og er það til athugunar
framvegis, hvort Rauðakross íslands gæti ekki látið deildinni í té
meira af þessum merkjum. Eins og áður gaf áramótadansleikurinn
drjúgar tekjur, eða kr. 9770,00. Félagar í árslok voru 462 ársfélagar
°g 35 ævifélagar. Tekjur á árinu kr. 31193,00. Gjöld kr. 12868,00.
Eign í árslok kr. 102260,00.
Heilsuverndarstöðvar.
i- Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Berklavarnir. Árið 1949 voru framkvæmdar 24514 læknisskoð-
^nir (16770 árið 1948) á 17188 manns (9532 árið 1948). Tala skyggn-
Jnga var 15639 (15121). Annast var um röntgenmyndatöku 631 (599)
sinnum. Auk þess voru framkvæmdar 4168 (4664) blástursaðgerðir.
100 (100) sjúklingum var útveguð sjúkrahúss- eða heilsuliælisvist.
Berklapróf var framkvæmt á 3066 (4661) manns. Enn fremur var