Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 105
103
Af barnsförum og úr barnsfararsótt hafa dáið undanfarinn áratug:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Af barnsförum 4 10 87876 10 71
Úr barnsfarars. 13331111,,,,
Samtals........ 5 13 11 10 9 8 7 11 7 1
I skýrslum lækna um fæðingaraðgerðir (tafla XIV) eru taldir
þessir fæðingarerfiðleikar helztir: Fyrirsæt fylg.ja 7, alvarlega föst
fyl&ja (sótt með hendi) 11, fylgjulos 7, meira háttar blæðing 22, fæð-
ingarkrampi (eða talinn yfirvofandi) 17, grindarþrengsli 15, yfirvof-
andi legbrestur 1, framfallinn lækur 1, tumor cervicis uteri 1.
Yfirlit
um þær fóstureyðingar (13 af 63, eða 20,6%), sem voru framkvæmdar
meðfram af félagslegum ástæðum.
Landsspítalinn.
1- 34 ára óg. og atvinnulaus í Reykjavík. Vanfær í 6. sinn og komin
6—8 vikur á leið. 5 fæðingar og 2 fósturlát á 15 árum. 3 börn (8,
5 og 3 ára) í umsjá móðurinnar. íbúð: 3 herbergi, lítil og köld,
í litlu steinhúsi, hituðu með rafmagni, engin vatnsleiðsla né frá-
rennsli. Fjárhagsástæður: Seldi hús úti á landi á kr. 13000,00
fyrir 2 árum, og á andvirðinu hefur hún dregið fram lífið síðan.
Sjúkdómur: Emaciatio m. gr. Neurasthenia.
Félagslegar ástæður: Örbirgð. Yfirgefin af barnsföður
sínum.
2- 35 ára g. kaupmanni í Reykjavík. Vanfær í 5. sinn og komin 9
vikur á leið. 4 fæðingar á 13 árum. 4 börn (13, 12, 6 og 3 ára) í
umsjá móðurinnar. Ibúð: sæmilega góð 4 herbergja ibúð. Fjár-
hagsástæður: Kr. 35000.00 árstekjur.
Sjúkdómur: Neurasthenia m. gr. Depressio mentis.
Félagslegar ástæður: Drykkfelldur eiginmaður. Auk barn-
anna hefur lconan á sínum höndum tengdamóður sína, sem legið
hefur rúmföst í mörg ár.
38 ára g. . . .stjóra á Siglufirði. Vanfær í 8. sinn og komin 4 vikur
á leið. 7 fæðingar á 16 árum. 7 börn (16, 13, 10, 6, 4, 2 og %2 árs)
í umsjá móðurinnar. Íbúð: Góð 6 herbergja íbúð. Fjárhags-
ástæður: Kr. 26000,00 árstekjur.
Sjúkdómur: Molimina graviditatis ante.
Félagslegar ástæður: Skortur húshjálpar.
4. 30 ára g. verkamanni í Reykjavík. Vanfær i 3. sinn og komin 8
vikur á leið. 2 fæðingar á 3 árum, 2 börn (3 og 1 árs) í umsjá
móðurinnar. Ibúð: 2 herbergi í kjallara, léleg íbúð. Fjárhags-
astæður lélegar; eiginmaður vinnur ekki (psychopat?).
Sjúkdómur: Depressio mentis psychogenes.
Félagslegar ástæður: Fátælct. Yfirvofandi hjónaskilnaður.
L