Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 257
255
ósk ákærða kom með verlcfæri þau, er um ræðir í málinu, í Land-
spítalann skömmu fyrir s. 1. áramót? Hvað leiddi tilraunin í ljós,
sýndi hún t. d., að auðvelt væri að skadda egg með kannanum, án
þess að draga legið niður með kúlutöng?
18. Réttarmáladeild segir í álitsgerð sinni 20. júní 1949, að ekkert
annað hafi komið fram, er bendi til þess, að fósturlát ákærðu G.
hafi orðið sjálfkrafa, en framburður ákærða J. um, að hann hafi séð
blóð í leggöngum hennar. Jafnframt segir deildin, að blóð í leggöng-
um bendi ekki sérstaklega á sjálfkrafa fósturlát, þar sem ýmsar
orsakir geti legið til slíks. Samkvæmt bókun deildarinnar hefur
vitnið á þetta fallizt. Hefur vitnið skipt um skoðun á þessu? Ef svo
er, geri það þá svo vel að skýra greinilega frá, hvort það telur blóð
það, er ákærði J. telur sig hafa séð, þurfa að benda á sjálfkrafa
fósturlát, og hvað annað það telur á sjálfkrafa fósturlát benda?
19. Hvort telur vitnið meiri líkur fyrir, að fósturlát ákærðu G.
hafi orðið sjálfkrafa eða það verið framkallað af mannavöldum?
20. Hvað brestur á, að vitnið telji læknisfræðilega sannað, að
fósturlát ákærðu G. hafi orðið af mannavöldum?
21. Hvort telur vitnið meiri líkur fyrir, að st.úlka, er telur sig
vanfæra, og hefur reynt til að fá fóstri sínu eytt, yrði ánægð og létt
í skapi, eða færi á náttstað sinn, háttaði og legði bómull á kynfæri
sín, þegar læknir hefði sagt henni, að hún væri ekki vanfær?
22. Er sú bókun réttarmáladeildar læknaráðs í ályktun hennar 20.
júní 1949 rétt, er segir, að vitnið hafi fallizt á athugasemdir deildar-
innar við svör þess við spurningu sakadómara til vitnisins með bréfi
hans (sakadómara) 25. maí 1949?
23. Ef svo er, hvað á vitnið þá við, er það segir í þinghaldi 27.
febrúar 1950, að bókunina beri ekki að skilja svo, að það hafi viljað
hreyta áliti sínu á málinu?
24. Telur vitnið réttarmáladeild hafa skort sérfræðilega þekkingu
til þess að geta svarað rétt spurningum þeim, er fyrir deildina voru
lagðar af sakadómara út af þeirri ætluðu fóstureyðingu, sem ákærði
J- er sakaður um í máli þessu?
25. 1 varnarskjali fyrir áltærða J. í héraði segir, að vitnið segi í
bréfi til sakadómara 26. maí 1949, að ummerki og atvik bendi til
þess, að ákærði J. hafi ekki komið af stað fósturláti með aðgerð
sinni á ákærðu G. árdegis 26. apríl 1949, og taki beinlínis fram, að
það álíti, að sjálfkrafa fósturlát hafi getað farið fram. Eru þetta rétt
túlkuð orð og skoðanir vitnisins?
26. I sama skjali og greinir í 25. spurningu segir, að í bréfi vitn-
isins til sakadómara 25. júlí 1949 minnist vitnið alls ekki á þær
kugleiðingar réttarmáladeiidar (í svari hennar við 9. spurningu saka-
dómara í bréfi hans 23. maí 1949 til héraðslæknisins í Reykjavík),
uð leghálsinn byrji við sjálfkrafa fósturlát að víkka ofan frá. Vitnið
leggi auðsjáanlega ekkert upp úr því atriði.
Er þetta rétt túlkun á skoðun vitnisins, eða telur það verulega
Uiáli skipta, er dæma skal um, hvort fósturlát sé sjálfkrafa eða
framkallað non lege artis, hvort leghálsinn byrjar að víkka ofan frá
eða neðan?