Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 245
243
Kvartanir sjúklingsins voru þessar, er skoðun fór fram:
1) Almennur kvíði og þunglyndiskennd. Hún talar um uppgjöf í
sjálfri sér. Hún segist ekki einu sinni fara í búðir til innkaupa, dótt-
irin, sú er hjálpar henni, verði að gera það. (Til skýringar má geta
þess, að 7 manns eru í heimili: Slasaða og maður hennar, umgetin
dóttir með 2 börn, sonur slösuðu (25 ára) og dóttir hennar
(21 árs)).
2) Er hún fer út og mætir bifreið, kveðst hún oft taka snögg við-
brögð og finnast draga úr sér mátt. Finnst jafnvel, að hún ætli að
tapa sér.
3) Oft verkur í hjartastað, oftast upp úr engu. Fylgir því óþreyja
og ahnenn vanlíðan. Fær ekki hjartaverk við áreynslu. 1 sambandi
við hjartaóþægindin er stundum velgja.
4) Þorir ekki að fara ein út á götu af ótta við bíla.
5) Vanlíðan eða ónotaverkur vinstra megin í höfði og aftur í
hnakka.
6) Er hún gengur út, fær hún stundum verk i vinstra hné. Verður
hún stundum vör við bresti í hnénu, er hún gengur upp tröppur
eða stiga.
7) óþægindi í hægra læri, aðallega ej^msli, ef við það er komið
utanvert.
Sjúklingurinn heldur, að hún hafi gleymt sér augnablik, er slysið
vildi til. Kastaði ekki upp, svo að hún muni. Hún kveðst jafnan
hafa saumað sjálf fyrir heimilið. Hún hafi ætlað sér tiltölulega ný-
lega að sníða föt á dreng dóttur sinnar, en aldrei orðið úr vegna
hræðslu og kvíða.
Skoðun: Konan kemur eðlilega fyrir andlega. Hún segir ástríðu-
laust, en dálítið raunalega frá. Notar ekki sterk orð. Grætur elcki.
Höfuð: Engin ytri einkenni eftir áverka. Augu eðlileg. Engar augn-
vóðvalamanir, nystagmus eða breytingar á sjónopum. Engin einkenni
Um sköddun á andlitstaug eða öðrum höfuðtaugum.
Háls og hryggur: Ekkert sérstakt athugavert.
Hjarta: Tónar hreinir, reglulegir, öflugir, 96 slög á mínútu og púls
jafnhraður. Stækkun á hjarta ekki finnanleg.
Blóðþrijstingur: 140/85.
Lungu: Dálítið brakhljóð á vinstri síðu.
Kviður: Ör eftir umræddar aðgerðir. Annars eðlilegur.
Utlimir: Engin einkenni um sköddun á taugakerfi. Hins vegar
heyrist og finnst marr og brak í vinstra hné. við passiv hreyfingar.
Álgktun: Slasaða hefur einkenni um bólgu umhverfis vinstra hné
(periarthritis genus sinistri). Ennfremur heyrast brakhljóð í vinstri
siðu við hlustun á lungum, sennilega eftir gamla brjósthimnubólgu.
Aðalkvartanir hennar eru andlegs eðlis, kvíði, þunglyndiskennd,
°lti við bíla, ótti við að fara ein út, óþrevja og almenn vanlíðan, sam-
fara óþægindum, er hún telur koma frá hjartanu.
Um starfsgetu sjúklingsins er það að segja, að hún kveðst hafa
ciútlað við matargerð, afþurrkun o. þ. h. síðan í september, að hana
hiinnir, en hún kveðst ekkert hafa sinnt heimilisstörfum frá slvsinu