Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 107
105
árs) í umsjá móðurinnar. Ibúð: 1 herbergi. Fjárhagsástæður: Mjög
slæmar (aldraðir heilsuveilir foreldrar).
Sjúkdómur: Hilitis tuberculosa. Erythema nodosum.
Félagslegar ástæður: Fátækt.
12. 27 ára g. járnsmið í Reykjavík. Vanfær í 7. sinn og komin 10
vikur á leið. 7 fæðingar á 7 árum. 7 börn (7, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 árs)
í umsjá móðurinnar. Ibúð: 1 herbergi og eldhús. Fjárhagsástæður:
Lélegar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum. Neurasthenia.
Félagslegar ástæður: Ómegð. Skortur húshjálpar. Léleg
húsakynni.
13. 42 ára g. fyrrv. útgerðarmanni, nú sjúklingi í Keflavík. Vanfær
í 14. sinn og komin 5 vikur á leið. 12 fæðingar og 1 fósturlát á 23
árum. 9 börn (19, 18, 14, 13, 11, 10, 6, 3, l1/^ árs) í umsjá móður-
innar. íbúð: 6 herbergi, þar af 3 súðarherbergi. Fjárhagsástæður
ekki greindar.
Sjúkdómur: Asthenia gravis.
Félagslegar ástæður: Vanheilsa eiginmanns (er berkla-
veikur á Vífilsstöðum) og 3 ára dóttur (sem stendur á Landakots-
spítala með pleuritis exsudativa). Mikil ómegð og erfiði við heim-
ilisstörf.
Vönun fór jafnframt fram á 13 konum (emaciatio m. gr. &
neurasthenia, molimina graviditatis ante, tbc. pulmonum, pelvis
contracta, asthenia, morbus cordis: 2, depressio mentis: 6).
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hafnarfj. Fæðingar gengu vel. Ljósmæður telja, að læknis hafi verið
"vitjað 87 sinnum; fæðingar telja þær 101. Tilefni nær eingöngu að
deyfa hríðar eða gefa hríðaukandi lyf. Á þessu ári hafa konur leitað
með langmesta móti til fæðingardeildar Landsspítalans. Þangað hafa
verið sendar fyrst og fremst þær konur, sem gera mátti ráð fyrir fæð-
ingarerfiðleikum hjá. Nokkur fósturlát hafa læknar haft til með-
ferðar, en ljósmæður telja þau ekki.
Akranes. Læknir verið viðstaddur flestar fæðingar hér í kaupstaðn-
Um, því að flestar konur vilja fá deyfingu. Þó hefur ljósmóðir tjáð
naér, að stundum sé það ekki gert fyrir bón konunnar að kalla á lækn-
inn, heldur vegna uppástungu aðstandenda.
Borgarncs. Barnsfarir gengu vel þetta árið. Þó var töng notuð þrisvar,
nokkuð erfið einu sinni. Man ekki til þess, að beðið hafi verið um
fóstureyðingu þetta ár. Getnaðarverjur eru eilthvað notaðar.
Ólafsvíkur. Barnsfarir urðu slysalausar. Kona eignaðist tvíbura:
röng í þverstöðu höfuðs á hinum fyrra, sóttur fótur og dreginn fram
hinn seinni. Nokkrum sinnum gefið pitúitrín (fæðingarþreyta). Mjög
tiðkast, að fæðandi konur vilja hafa lækni viðstaddan. Fósturlát 4:
2 hjá einni konu (vanþroski).
Búðardals. Viðstaddur 7 fæðingar. Tvisvar gerð episiotomia.
14