Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 195
193
að í fjörubakkana, og víða er óþrifalegt að húsabaki. Það má telja
til þrifnaðarbóta, að allmikið hefur verið unnið að gangstéttum með
götum og skolpræsakerfið endurbætt. Bærinn hefur og sérstaka menn,
er vinna að því að þrífa rusl af götum.
Borgarnes. Á hverju ári bætast nokkur ný hús við í héraðinu, bæði
i Borgarnesi og i sveitinni. Síðustu árin hefur olíukynding til eld-
unar og hitunar farið mjög í vöxt.
Ólafsvíkur. Allir eru að reyna að bæta hús sin eða byggja á ný;
tekst ögn misjafnt, en yfirleitt er þetta þó framför.
Búðardals. Lítið byggt af nýjum húsum á árinu, en allvíða lagðar
miðstöðvarhitalagnir í hús. Olíukynding ryður sér til rúms og þykir
í alla staði hentugri en kolakynding. Húsakynni misjöfn, cn þó meira
um góð húsakynni. Á nokkrum stöðum þó varla íbúðarhæf hús. Þrifn-
aður upp og niður, eins og gengur. Þó virðist mér sem óþrifnaður sé
meira áberandi í þeirn húsum, sem lélegust eru. Eng'inn vafi er á því,
að góð og myndarleg húsakynni hafa góð áhrif á fegurðarsmekk
fflanna. Salernunum fjölgar lítt í gömlu húsunum, og má merkilegt
heita, að menn sem annars eru myndarmenn og búa í allmyndar-
legum húsakynnum, skuli geta látið sér sæma að fylgja gestum sín-
um í fjósið. Ný vatnsveita var lögð hér í þorpinu á árinu. Var hin
gamla að ryðga í sundur, og mátti við svo búið ekki una lengur.
Var vatnsleysið orðið sérstaklega tilfinnanlegt hér í læknisbústaðn-
um, svo og þeim húsum, er hæst standa.
Begkhóla. 8 íbúðarhús (2 steinhús og 6 timburhús og asbesthús)
hafa verið reist hér í héraðinu á árinu, enda mikil þörf, þar eð húsa-
kynni voru víða alveg óviðunandi. Þrifnaður fer nú batnandi, vatns-
salerni og handlaugar koma í nýju húsin, og talar það sínu máli,
hvað viðvíkur bættum skilyrðum til þrifnaðar.
Bildudals. Ekkert íbúðarhús reist á árinu og mjög lítið um endur-
bætur eldri húsa. íbúðarhús í sveitunum mörg léleg, enda flest gömul
°g illa haldið við. Á Bíldudal eru allmörg ný og góð steinhús í einu
hverfi, mörg eldri hús dágóð, en fáein gömul og léleg, svo að yfirleitt
verður að telja húsakynni þar góð. Umgengni utan húss misjöfn.
Þrifnaður mjög misjafn eftir heimilum, þó víðast góður, en of mikið
um lús; þó fer notkun DDT í vöxt.
Flateyrar. Húsakynni fara enn batnandi í sveit og við sjó. Hafin
var bygging þriggja nýrra ibúðarhúsa í þorpunum og haldið áfrain
við byggingu þeirra, sem ófullgerð voru frá fyrra ári. Þrifnaður er
víðast hvar góður, og er um ótvíræða framför að ræða í umgengni
manna utan húss, nema í hraðfrystihúsinu á Flateyri og umhverfi
þess. Þar veður allt á súðum í hirðuleysi. Hafa þorpin aldrei Jitið
betur út cn nú.
Bolungarvikur. Fólk má yfirleitt teljast heldur þrifið, og síðan
vatnsleiðsla og fráræsla kom, eru menn smám saman að koma sér
UPP baði og vatnssalernum, og eru hús með kaggasalernum orðin
undantekning. Þrifnaði utan húss er samt mikið ábótavant og vel hirt
lóð, hvað þá heldur garður, fáséð.
ísafj. Á árinu lauk liærinn við byggingu 12 þriggja herbergja íbúða,
°g fengu þeir, sem verst voru staddir með húsnæði, miðað við fjöl-
25