Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 80
78
Árnes. 2 tilfelli. Annað sent þegar á sjúkrahús ísafjarðar til upp-
skurðar, en hitt var miðaldra maður, er hafði ótýpisk einkenni. Fór
á sjúkrahús ísafjarðar. Botnlanginn reyndist sprunginn og sjúklingur-
inn hætt kominn eftir aðgerðina.
Hólmavíkur. 8 sjúklingar. 4 var komið flugleiðis til uppskurðar,
2 þeirra voru með sprunginn botnlanga og peritonitis. 3 fóru síðar
til uppskurðar.
Hvammstanga. 8 sjúklingar, 7 ópereraðir á sjúkraskýlinu, en 1, 14
ára drengur, með appendicitis acuta, sendur til Blönduóss, vegna þess
að ég var þá við annað bundinn, en þorði ekki að láta sjúklinginn
bíða.
Sauðárkróks. Af 26 sjúklingum með appendicitis, er komu til að-
gerðar á sjúkrahúsinu, voru 17 innan héraðs.
Hofsós. Óvenjufá tilfelli á árinu.
Grenivíkur. 4 tilfelli komu fyrir á árinu, 2 þeirra mjög létt, hin aftur
verri. 2 sjúklinganna voru losaðir við botnlangann á Sjúkrahúsi Ak-
ureyrar, og stóð til, að hinn þriðji færi þangað einnig, en úr því hefur
ekki orðið enn þá.
Kópaskers. 3 tilfelli. 17 ára piltur fékk appendicitis perforans um
hávetur. Engin tök voru á að koma honum til sjúkrahúss vegna snjó-
þyngsla og óhagstæðis flugveðurs. Lá hann lengi þungt haldinn, en að
lokum perforeraði abscessus inn í görn, og hresstist sjúklingurinn þá
fljótt. Hann var skorinn á Akureyri um sumarið og er við góða heilsu.
Ungur maður í Öxarfirði veiktist hastarlega um sumarið. Var strax
grunur um perforatio. Reynt var þegar að fá flugvél til að flytja hann
á sjúkrahús, en önnur farartæki komu ekki til greina. Tókst það ekki
fyrr en á 3. degi, því að engin flugvél var stödd norðan lands, en ekki
fært frá Reykjavík vegna dimmviðris, þó að bjart væri yfir öllu
Norðurlandi. Sjúklingnum var geíið pensilín, meðan hann beið. Er
til Akureyrar kom, var hann strax skorinn, og var þá appendix per-
foreraður. Sjúklingnum heilsaðist vel. 11 ára drengur í Kelduhverfi
veiktist, rétt áður en fjallvegir tepptust af snjó. Var hann fluttur sam-
dægurs í bíl til Akureyrar og skorinn.
Vopnafj. 3 tilfelli.
Búða. Jafnan tíður sjúkdómur hér. 2 sjúklingar fengu perforatio,
9 ára telpa og 15 ára drengur. í telpunni lét bólgan fljótt og vel undan
pensilíni, og var hún skorin upp 3 mánuðum síðar. Pensilínið hafði
engin áhrif á dreng'inn, en streptomycín í stórum skömmtum. Hafði
hann stóra igerð og þurfti að liggja lengi eftir uppskurðinn.
Breiðabólsstaðar. 1 sjúklingur fékk vægt kast. Fór 8 vikum siðar
suður til uppskurðar.
Vikur. 2 tilfelli.
Vestmannaeijja. Hnífsaðgerð í byrjun kasts, ef til þess fæst sam-
þykki hlutaðeiganda.
7. Asthma.
Búðardals. 4 sjúldingar.
Bildudals. Stúíkubarn á 6. ári mjög illa haldið frá því í vetur og
fram á sumar, en síðan hefur ekkert borið á veikinni hjá henni. Pyri-