Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 246
244
til þess tíma. Hún kveðst ekki fara í búðir né þvo gólf (hnéð?). Hef-
ur hins vegar borið við að þvo þvotta í þvottavél, en kveðst vera
sárþreytt eftir. Er ég skoðaði sjúklinginn, taldi hún ekki fráleitt,
að hún mundi geta tekið heimilisstörfin að sér nú með vorinu. Ég
tel líklegt, að hið andlega ástand konunnar fari smábatnandi og valdi
ekki varanlegri örorku. Á hinn bóginn tel ég meiri hættu á, að
vinstra hné verði henni til baga við dagleg störf, en ekki verður séð,
að hún hafi orðið fyrir áverka á það, er slysið vildi til, samkvæmt
læknisvottorðum . .. læknis, er stundaði hana á sjúkrahúsi eftir slys-
ið. Hins vegar tel ég ástæðu til að rannsaka þetta atriði nánar, og
væntanlega getur heimilislæknir slösuðu upplýst um ástand hnésins
fyrir slysið.“
Við þessi ummæli yfirlæknisins gerir fyrr nefndur spítalalæknir
svohljóðandi athugasemd í vottorði, dags. 24. maí 1949:
„Strax eftir slysið kvartaði slasaða ekki neitt um verki í hnénu,
og ég tók ekki eftir neinni bólgu þar eða marblettum, en nokkrum
inánuðum síðar fór hún að finna til óþæginda í því. Þar eð aldrei
hafði áður borið á neinum slíkum liðaverkjum hjá henni, leit ég svo
á, að fóturinn hefði undizt eitthvað til í hnéliðnum, er slysið varð,
eins og kemur fram (máske óljóst) í vottorði, er ég skrifaði 2. jan.
þ. á.“
Hinn 12. maí 1949 var tekin röntgenmynd af vinstra hnélið S. í
röntgendeild Landspítalans. Er lýsing myndarinnar á þessa leið:
„Smáójöfnur eru á liðbrúnum, sem einnig eru dálítið hvassar. Ekki
nein þrenging á liðbilinu. Væg úrkölkun í regioninni.“
Hinn 10. des. 1949 vottar fyrr nefndur taugasjúlcdómalæknir eftir
skoðun sama dag:
„Kvartanir sjúklingsins eru þær sömu og áður: Þunglvndi, sinnu-
leysi, grátköst, kviði, hjartaóþægindi. Enn fremur höfuðverkjaköst,
stundum með velgju og uppköstum (migraene).
Hún kvartar og um óþægindi í vinstra hné við áreynslu.
Hún segir líðan sína fara smábatnandi.
Objektivt: Sjúklingurinn er greinilega depressiv, sljó og þreytuleg.
Ekkert annað psykiskt abnormt kemur fram. Einlcum kemur ekkert
fram við skoðun, sem bendir á ýkjun á einkennum (aggravation).
Það eru dálítil eymsli á vinstra hné og verkir við hreyfingu.
Það finnst ekkert, sem bendir á organiskan taugasjúkdóm.
Álit: Sjúklingurinn er enn lítt vinnufær og verður enn um óákveð-
inn tíma. Ég hef ráðlagt henni að ganga til læknis um óákveðinn
tíma. Það verður að álítast, að núverandi sjúkdómur sjúklingsins sé
bein afleiðing af slysinu, en einkenni hennar eru vafalaust þyngri
vegna aldursskeiðs hennar.“
Sami læknir vottar ennfremur 7. nóv. 1950:
„Slasaða hefur verið hjá mér til meðferðar frá 30/3 ’48 og er það
ennþá.
Við áreksturinn fékk hún heilahristing og taugaáfall og upp úr því
depressio mentis traumatica.
Telja má víst, að slasaða var algjörlega óvinnufær fyrstu 6—8
mánuðina eftir slysið og að mestu leyti til ársloka 1949.