Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 122
120
rólu. 12 ára piltur: Fract. supracondylica huraeri complicata; skall
af trépalli í grjóthrúgu. — 5 ára drengur: Fract. femoris dextri. —
27 ára karlmaður: Fract. costarum X et XII sinistrarum; var að draga
sig á bandi upp á Klif, en bandið slitnaði, og skall maðurinn úr
5—6 metra hæð niður. — 51 árs karlmaður: Fract. ossis sacralis et
columnae lumabalis; retentio urinae et alvi; féll ofan í skipslest,
5—6 metra hæð. — 28 ára kona: Fract. antibrachii dextri; skall
í steintröppum. — 16 ára karlmaður: Fract. malleoli dextri; var að
spranga, og bandið slitnaði.
Stórólfhvols. 2 dauðaslys á árinu. Ungbarn, tæplega tveggja ára,
drukknaði í forarpolli rétt við bæjarvegginn; var örent, er að var
komið. 18 ára piltur úr Landeyjum féll útbyrðis af vélbát frá Vest-
mannaeyjum og drukknaði. Auk þess töluvert af alls konar slysum:
Fract. antibrachii 3, radialis 3, cubiti 1, claviculae 2, fibulae 1, costae
2. Lux. humeri 4, cubiti 1; auk þessa alls konar meiðsli, sérstaldega
eftir bílslys, skurðir í andliti og á höndum o. s. frv. Sintog, mar og
bruni, allmörg tilfelli, en eklcert sérstaklega sögulegt í sambandi við
neitt af þessu; það greri og batnaði með tíð og tíma.
Eijrarbakka. Fract. antibrachii 2, humeri 1, costarum 2. Commotio
cerebri 1. Nokkuð um contusiones og vulnera.
Selfoss. Fract. humeri 2, Collesi 2, claviculae 2, costarum 6. Lux.
humeri 2, cubiti 1. Distorsiones variae 35. Vulnus sclopetarium 1,
vulnera incisiva punctaque 61, contusa varia 21. Combustiones variae
8. Corpora aliena oculi 33, variis locis 9.
Keflavíkur. Eins og gefur að skilja, eru smáslys, svo sem skurðir
við fiskflökun eða aðgerð á fiski, algeng í jafnmiklu útgerðarplássi og
Keflavík og Sandgerði, svo og í sambandi við vélaiðnað. Vélamaður á
mótorbát festist með hægra upphandlegg í vélinni, sem tætti hold frá
beini á 15—20 sm löngu stykki, eða frá öxl niður að olnboga. Er ég
hafði hreinsað sárið sem bezt ég gat, saumaði ég vöðva og taugar sam-
an, en nervus radialis mun hafa kramizt og eyðilagzt á stóru svæði,
og veldur það radialislömun, sem reynt verður að fá gert við. Sjúk-
lingurinn greri ágætlega. Menn, sem unnu á Keflavíkurflugvelli, voru
við drylckju, og fóru 2 saman í bíl. Við akstur þar á flugvellinum
mun annar hafa dottið af bílnum, á hvern hátt er ekki vitað. Varð
hann undir bílnum og kramdist til bana. Við réttarhöld var þetta ekki
nánar upplýst. Allmörg beinbrot komu fyrir, svo og nokkrir brunar.
Gömul kona í Höfnum og önnur í Grindavílc féllu á hálku og lær-
brotnuðu báðar. Báðar þessar konur voru fluttar á sjúkrahús í Reykja-
vik.
í þessum 35 héruðum, þar sem um slys er getið, eru þannig talin
beinbrot og liðhlaup, sem hér segir:
Beinbrot:
Fract. cranii v. baseos cranii.................... 5
— mandibulae ................................. 1
— columnae ................................... 3
— costae .................................... 36
— claviculae ................................ 15