Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 226
224
nær það verður fullgert. Ekki hefur enn þá fengizt fjárfestingarleyfi
til að koma upp hitaveitu, og rennur því heita vatnið úr borholunum
engum til gagns. Sýnist þó sem hér mætti spara gjaldeyri, ef hita-
veitan kæmist upp. Eins og undanfarin ár var unnið mikið í sveitinni
að jarðabótum með stórvirkum vinnuvélum, enda full þörf á því,
svo að ekki þurfi að afla heyja á óræktuðu útengi. Er þegar búið að
þurrka mikið land.
Hofsós. Allmikið var unnið að hafnargerðinni í Hofsósi. Fyrir-
myndarsláturhús var reist á árinu í Haganesvík.
Ólafsfj. Gerðar voru steinsteypubrýr á Fjarðará og' Þverá, en eftir
að leggja vegarstúfa frá þeim á þjóðveginn. Gert við brú á Garðsá.
Vegarræsi steypt. Má því segja, að Ólafsfjörður sé að fullnustu kom-
inn í vegasamband. Nokkuð unnið við hafnargerð og' byrjað á annarri
bryggju við norðurgarð. Mesta vandamálið er sandburðurinn inn í
höfnina, sem heldur áfrarn, þar til henni verður lokað. Nokkuð hreins-
að af sandinum burtu, til þess að bátar kæmust að bryggju. Steyptur
grunnur undir beinamjölsverksmiðju. Ætlunin að fá stálhús frá
Ameriku. Mest af vélum komið á staðinn.
Dalvikur. Framfarir til almenningsþrifa eru hér allmiklar, en vax-
andi dýrtíð og' versnandi efnahagur þjóðarinnar hefur dregið úr þess
háttar framkvæmdum hér sem annars staðar á landinu.
Akureyrar. Byrjað var á að reisa stóra og rnikla brunastöð fyrir
Akureyrarbæ, og hefur því verki miðað sæmilega áfram.
Grenivíkur. Haldið var áfram vegarlagningu til Grenivíkur, en ekki
var það nema stuttur vegbútur, sem við bættist þetta árið. Ræktunar-
samband Grýtubakkahrepps og Svalbarðseyrarhrepps fengu á árinu
litla jarðýtu og skurðgröfu, sem unnn allt árið að jarðabótum í
hreppunum. Skurðgrafa lauk ekki ætlunarverki sínu hér í hreppi s. 1.
haust, en heldur því áfram með vorinu. Ekkert var haldið áfram
með bryggjusmíðina hér á Grenivík, en framan við hana þurfa að
koma 2—3 steinker til þess að hún komi að fullum notum, og verður
vafalaust ráðizt í þær framkvæmdir, áður en mjög langt líður. Menn
eru hér farnir að þrá rafmagn, og þá helzt t'rá Laxárvirkjuninni. Eina
rafmagnið, sem hér er á Grenivík, er til ljósa frá vindrafstöðvum og
benzínmótorum, en þeir eru nú orðnir svo dýrir í rekstri, að þeir eru
óeign. Símar eru nú komnir á alla bæi í Grýtubakkahrepppi nema
út á Látraströnd, Miðvík og Yztuvík, en þetta eru afskekktir staðir,
og væri hans sízt vanþörf þar. Mikil þægindi eru það fyrir bændur
að hafa símann, og losar hann þá við mörg spor.
Kópaskers. Nýtt slátur- og frystihús tók til starfa á Kópaskeri á
árinu. Um sama leyti og það var fullgert, kom út reglugerð um slátur-
hús, og kom þá í ljós, að hið nýja hús fullnægir ekki kröfum þeim,
sem þar eru gerðar. Er undarlegt, að samvinna skuli ekki hafa verið
með þeim, sem teiknuðu húsið, og þeim, sem sömdu reglugerðina. í
húsinu var slátrað um 14 þúsund fjár, en af forstöðumönnum slátr-
unarinnar var meiri áherzla lögð á afköst en þrifnað og vöruvöndun.
Bakkagerðis. Áður umgetið hraðfrystihús hefur nú tekið til starfa
til ómetanlegs gagns fyrir allt hreppsfélagið. Haldið er áfram með
bryggjugerð í Bakkagerði, svo að minna háttar strandferðaskip geti