Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 58
56
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. 8 lekandatilfelli skrásett, en hafa vafalaust verið fleiri.
Allir fengið pensilínmeðferð og batnað. 1 tilfelli skráð með lues
primaria. Smitaðist í Reykjavík. Varð minus i blóði eftir nokkra
salvarsan- og vismútinndælingar. Er enn þá undir eftirliti.
Akranes. 2 lekandasjúklingar, karlmenn, skráðir. Sárasóttar ekki
orðið vart.
Ólafsvík. Ungur Breti (með lekanda) tekinn inn á heimilið (ekki á
mánaðarskrá). Pundað í hann pensilíni. Snarbatnaði.
Búðardals. Ekki vart í héraðinu á árinu.
Reykhóla. Hefur ekki orðið vart hér.
Patreksfj. íslenzkur háseti var settur hér í land með syphilis 3.
stigs (ekki á mánaðarskrá). Lá hér um tíma, en var svo sendur til
Reykjavikur til áframhaldandi meðferðar.
Bíldudals. Enginn gonorrhoea-sjúklingur á árinu. 1 karlmaður
skráður með syphilis tertiaria (ekki á mánaðarskrá), sæmilega hraust-
ur og vinnufær, en dálítið sljór og viðutan. Sami og skráður var í
fyrra.
Flateijrar. Lekanda varð vart í Súgandafirði, 1 tilfelli, sem varð ekki
rakið til rótar.
ísajj. Fá dreifð lekandatilfelli, aðkomin. Alls 5 sárasóttartilfelli,
þar af 2 frá fyrra ári. Reynslan hér hefur sýnt, að mjög er þýðingar-
mikið að gera W. R.-próf á öllum þunguðum konuin.
Árnes. Engir kynsjúkdómar.
Ilólmavíkur. 3 sjúklingar skráðir með lekanda, allir farmenn á að-
komuskipum, þar af 1 útlendingur. 2 þeirra töldu sig smitaða erlendis,
en hinn þriðji í Reykjavík.
Hvammstanga. 2 lekandatilfelli, ungir karlar, aðeins annar á mán-
aðarskrá. Fengu pensilín. Bati.
Blönduós. Ekki bar á kynsjúkdómum, nema hvað einn maður kom
frá Siglufirði með lues secundaria, sem hann fékk áframhaldandi
meðferð á, en var þó síðar sendur til Reyltjavíkur til frekari rann-
sóknar og meðferðar, þar eð hann fékkst ekki sero-negatívur.
Sauðárkróks. 1 sjúklingur, utan héraðs, með lekanda, en mun af
vangá vera tvítalinn á mánaðarskrá. Enginn sjúklingur með syphilis.
Hofsós. Ekkert tilfelli á árinu.
Ólafsfj. Komu ekki fyrir á árinu. Áður skráður sjúklingur með lues
telst nú heilbrigður.
Akureyrar. Lekandasjúklingarnir allir innlendir. Viðhöfð var pensi-
linlækning, og gekk bæði fljótt og vel að lækna sjúklingana. 3 sjó-
mcnn fengu hér áframhaldandi lækningu við sárasótt, meðan skip
þeirra stóð við (enginn á mánaðarskrá).
Grenivíkur. Ekki orðið lcynsjúkdóma var.
Vopnafj. 1 aðkominn sjómaður með lekanda. Fékk injectio pem-
cillini.
Bakkagerðis. Varð ekki vart, eftir því sem ég bezt veit.
Seyðisfj. 3 karlmenn með lekanda, 2 útlendir sjómenn og 1 íslenzkur
háseti af fiskiskipi. Hinn síðast nefndi hafði tekið súlfalyf í nokkra
J