Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 277
275
mann bæði til líkama og sálar, og engan sér jafnsnjallan, — og að
hann hafi „heimsköllun“ að gegna sakir þessara hæfileika sinna.“
Loks bera tveir gæzlumenn hælisins það fyrir rétti, að fanginn „sé
prúður og stilltur". Annar tekur þó fram, að R. hafi gripið reiðiköst
og hann þá viðhaft stóryrði, en ekki ofbeldi.
12. apríl 1948 leggur tilsjónarmaður R. það til við dómsmálaráðu-
nejdið, að honum verði veitt reynslulausn úr varðhaldi. 16. ágúst 1949
er í aukarétti Árnessýslu ltveðinn upp dómur um, að krafa R. um,
að hann verði leystur undan því ákvæði dóms aukaréttar Reykjavík-
ur frá 2. ágúst 1946, að hann sæti dvöl á viðeigandi hæli, verði ekki
tekin til greina. Þeim dómi var áfrýjað til hæstaréttar 21. nóvember
1949.
Eins og þegar er frá greint, hefur R. dvalið í fangahúsinu í Reykja-
vík siðan í júlí s. 1. Hefur . .. fangavörður látið mér í té eftir-
farandi vottorð um hann, dagsett 4. marz 1951: „Ég undirritaður
votta hér með, að frá því að R. F. K-son kom hingað sem fangi 4.
júlí 1950, hefur hann alltaf hegðað sér mjög vel á allan hátt. Hann
hefur tekið vel allri stjórn, og ég hef ekki getað fundið neinn sér-
stakan skapbrest hjá honum. Ég hef sýnt honuin töluvert traust og
hefur hann ekki brugðizt því á neinn hátt.“
Hann hefur að sögn fangavarðanna verið jafnlyndur, umgengnis-
góður, fús til viðvika innan húss og yfirleitt prúður í framkoinu. Þeir
hafa ekki orðið varir neinna einkenna, er bentu á geðveiki hjá hon-
uni. Ólæstar dyr virðast ekki hafa freistað hans. Á síðustu jólum fékk
hann brottfararleyfi um tíma og dvaldi þá hjá trúfélögum sínum úti
i bæ. Mun hann ekki hafa misnotað það traust á neinn hátt. Nú um
páskana féklc hann 5—6 daga útivistarleyfi, en svaf þó í fangahúsinu.
Mætti hann ávallt á tilskildum tíma kvöldsins. I marzmánuði hefur
hann notið nokkurrar tilsagnar í söng og fengið leyfi til að mæta hjá
söngkennaranum. Hefur hann ekki á neinn hátt brugðizt þeirri tiltrú,
sem honum hefur þsnnig verið sýnd.
23. júlí s. 1. var hann viðstaddur guðrækilega samkomu í fangahús-
inu. Stóð svo nefndur Fíladelfíusöfnuður fyrir henni. Á þeirri sam-
komu varð R. fyrir sterkri trúarlegri vakningu, — frelsaðist, eins og
hann sjálfur nefnir það.
Á síðari árum mun R. hafa lesið talsvert, bæði islenzkar bækur og
danskar. Kveðst hann hafa mest gaman af ævisögum og endurminn-
iugum. Á vinnuhælinu segist hann m. a. hafa lesið safn bóka undir
heitinu „Udvalg af Verdens Litteratur“. Síðan á s. 1. sumri hefur hann
aðallega lesið trúarleg rit. Nú í vetur hefur hann annazt bókavörzlu
í fangelsinu. Hann hefur einnig þar æft sig í vélritun.
Um kjrnlíf R. virðist fátt eitt að segja. Það virðist hafa þroskazt
eðlilega og liugur hans í því tilliti hneigzt til kvenna. Þess er getið,
að hann á Kleppi hafi reynt að handleika kjmfæri ósjálfbjarga sjúk-
hngs og að hann hafi verið fullfrjálsmannlegur gagnvart stúlkunum.
Á þeim tíma, er hann neytir amfetamíns, litar hann andlit sitt að
hætti kvenna og stelur kvenfötum til að prýða með sína fögru konu
■— sjálfan sig. I fyrra tilfellinu er hann á gelgjuskeiði, og því síðara
er hann greinilega geðveikur, svo að mikið er ekki leggjandi upp úr