Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 5
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN:
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
Alþýðufræðsla stúdentafélagsins boSaði það Reykvíkingum haustið
1917, að hinn 31. október flytti Ásgeir Ásgeirsson cand. theol. fyrirlestur
um Martein Lúther, enda voru þá liðin fjögur hundruð ár frá þeim
heimssögulega atburði, að Lúther birti á hurð hallarkirkjunnar í Witten-
berg þau 95 atriði, sem fólu í sér rök gegn því, að páfinn hefði vald til
að veita aflát annarra misgerða en þeirra, sem væru brot á boÖum eða
bönnum, sem væru frá honum sjálfum kornin, en ættu sér ekki stoð í Heil-
agri ritningu.
Saga siðaskiptanna hér á Islandi var í þennan tíma mjög hugstæð
þorra manna, og bafði ungu fólki verið kennt að líta á Martein Lúther
sem eitt af mestu stórmennum, sem uppi hefðu verið, þó að barátta ís-
lendinga fyrir sjálfstæði hefði endurvakið hjá þjóðinni ást og aödáun á
Jóni biskupi Arasyni og ævilok hans og sona hans og Ogmundar biskups
Pálssonar hefðu blásið rækilega að glóðum þess Danahaturs, sem átti rætur
sínar að rekja til einokunarverzlunarinnar, yfirgangs umboðsmanna Dana-
konunga og skilningsleysis danskra stjórnvalda á aðstæðum íslendinga og
kröfum þeirra um aukna sjálfstjórn. Víst er og um það, að mannkynssaga
Páls Melsteðs og Sögur herlæknisins höfðu gert Gústaf Adolf Svíakonung
að dáðri hetju og bjarvætti hinnar einu sönnu trúar.
Eg kunni engin skil á fyrirlesaranum, en mér þótti furðu gegna, að
þjóðinni ókunnur guðfræðingur skyldi af stjórn félags lærðra manna val-
inn til að flytja alþýðlegt fræðsluerindi á fjögurra alda afmæli eins hins
örlögþrungnasta atburÖar í sögu hins vestræna heims.
Þá er ég hélt heim á leið, brann ég af löngun til að fá einhverja
vitneskju um fyrirlesarann, en þegar var ég ákveðinn í að fara og hlýða
á hann. Ég hafði svo ekki farið nema nokkur fótmál, þegar ég sá koma
á móti mér Svein Ögmundsson, Sigurðssonar, skólastjóra í Flensborg.