Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 66
64
PETER HALLBERG
ANDVARI
syni, cinum af helztu ódáðamönnum sögunnar. Uti í Noregi brennir hann
goðahús til kaldra kola, sem þeir Hákon jarl og Guðbrandur í Dölum standa
fyrir, eftir að hafa fyrst rúið það að ýmsum dýrgripum. I verulega kristnum
miðaldatexta mundi eyðilegging heiðins hofs hafa verið einkar þakkarvert
verk. En Hákon jarl er látinn kveða upp svo hljóðandi dóm um Hrapp: ,,En
goðin hefna eigi alls þegar, og mun sá maður braut rekinn úr Valhöllu og
þar aldri koma, er þetta hefir gört“ (215). Höiundurinn hefur ekkert við
þetta að athuga frá eigin brjósti. Með öðrum orðum, hann segir okkur frá
þessu atviki á gersamlega óhlutdrægan hátt. Hann er fær um að sjá það frá
sögulegu sjónarmiði (sönnu eða ósönnu, kemur hér ekki málinu við), í ljósi
hins forna átrúnaðar.
Eins og áður hefur verið minnzt á, þá er skipting góðra og vondra eigin-
leika milli aðalpersónanna í Njálu áreiðanlega ekki reist á ákveðinni trúar-
skoðun. Gunnar á Hlíðarenda hverfur af sviðinu fyrir kristnitökuna; hann
kemst aldrei í kynni við hinn nýja sið. En hinn kristni höfundur gerir þennan
heiðna mann ekki aðeins að ímvnd sannrar hetju, heldur einnig að stilltum
og velviljuðum manni, Gunnari „þykir meira fyrir en öðrum mönnum að
vega menri' (139), að sögn hans sjálfs. Meira að segja eftir dauða Gunnars er lögð
áherzla á samband hans við heiðinn dóm, þegar hann hirtist í haugi sínum
og kveður vísu um að deyja heldur en gefast upp fyrir fjandmönnum sínum.
Og orðstír hans lifir áfram með kristnum löndum hans í sögunni, glæsi-
legri en nokkru sinni áður.
Ef Mörðtir er sjálfum sér samkvæmur í sögunni, vondur maður bæði sem
heiðinn og kristinn, þá er hins vegar Njáll jafn góður maður bæði fyrir og
eftir að hann hefur tekið kristna trú. Hann kemur allan tímann fram sem
friðsamur lagamaður, maður, sem beitir aldrei vopni sjálfur. En friðsemd
og löghlýðni eru ákveðin takmörk sett, og þau eru sett af hugmyndinni um ætt
og blóðhefnd. Þegar synir Njáls hverfa aftur til Bergþórshvols eftir að hafa
hefnt rækilega níðsins um fjölskyldu þeirra, þá heilsar ltann þeim fagnandi:
„Njótið heilir handa!“ (117). Eftir víg Gunnars geta vinir hans ekki hafið
málsókn, þar sem liann var drepinn sem útlagi. En í staðinn bendir nú Njáll
á annað ráð: „kvað heldur mundu verða að veita þeim [drápsmönnunum] í því
vegskarð að vega nökkura í hefnd eftir hann“ (191 — 192).
Þegar Flosi býður Njáli að fara úr logandi húsi sínu, verður svarið:
„Eigi vil eg út ganga, því að eg em maður gamall og lítt til búinn að hefna
sona minna, en eg vil ekki lifa við skömm" (330). Menn kristinnar trúar,
alveg eins og menn annarra trúarbragða, hafa auðvitað alltaf viljað hefna