Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 80
78
GUNNAR ÁRNASON
ANDVARI
1 kvæðinu Til Rannveigar systur minnar er Guð sagður „elskan eilífa,
sem alheim faðmar“. Annars staðar kallar skáldið hann „hinn ljúfa drottin" og
„hinn blíða drottin“, einnig „hinn ljúfasta lækni“.
Því virðist hregða fyrir, að Bjarni Thorarensen hafi að nokkru leyti verið
forlagatrúar eða hallazt í þá átt að játa fyrirhugunarkenningu Ágústínusar
kirkjuföður, svo sem í vísunni íslenzkt fatis agimur:
Eru oss öllum
í árdaga
ill eða góð
örlög sköpuð!
Væla oss forlög
sem flugu Ijós,
er hon um flöktir
ok eigi finnr
fyrr hana funi hefr
fjörvi rænta.
Samt er víst, að skáldinu var miklu eðlilegra og hugljúfara að leggja mesta
áherzlu á barnslegt traust sitt til föðurlegrar forsjár almáttugs Guðs, eins og
gert er í bænarstefinu 1 marz 1832:
Þó mig kunni sigra sjást mér þín aldrei miskunn brást,
syndin mörg er freistar, mun eg henni treysta.
Kristur er nefndur son Guðs í áðurnefndum sálrni lrá 1817. Annars getur
Bjarni hans sjaldnast nema í sambandi við látna menn, en þá jafnan af djúpri
lotningu og innilegri tilbeiðslu, svo sem þegar hann kallar Krist „Ijóss og lífs lá-
varð helgan“ í eltirmælunum um Jón Jónsson adjunkt. Kvæðið Til móður minnar
er að nokkru lofkvæði til lausnarans, og þar sést, að Bjarni hefur einlæglega treyst
þeim orðum hins upprisna, að hann sé með oss alla daga og þekki vel þjáningar
vorar, sakir þess hve mikið hann leið sjálfur:
Nú er eg offjærri!
en ekkert megna’ eg,
þó kvalabeð yðar
kominn væri eg að!
Stendur þar betri
og styrkari vinur,
þó líta megi hann ei
líkams augum.
Hjálpar Krists í dauðanum getur síðar. En hinn komandi dómur er grand-
varri sál ekkert kvíðaefni, því að þar er mildum að mæta:
Ei er því að óttast sjálfur er borgaði
sinn elskhuga Kristum, og sjálfur skal dæma.
1 sjálfstæðu Versi notar Bjarni fornkristna líkingu um hinn upprisna:
Mest leið hann sjálfur,
og meinin guðhræddra
því með líkn álítur;
Telur tár þeirra
og tölu með réttri
þeim í sjóðinn safnar.