Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 103
ANDVARI
GRIPIÐ NIÐUR í FORNUM SÖGUM — OG NÝJUM
101
Eiríki konungi og Gunnliildi drottningu, og hafði sýslumaður treint sér ölið til
þeirrar veizlu.
Egill drakk þar full livert, er að honum kom, og svo fyrir Olvi, er gerðist
að lokum ófær og förunautar Irans flestir. Egill orti þrjár vísur í veizlunni og þá
seinast, er birt var í upphafi þessa máls. Ljóst er, að regn er skáldinu ofarlega í
huga, þegar það yrkir þessa vísu: Egill lætur ýrar (úruxa) atgeira (horna) ýring
(þ. e. ölið) skýra (af skúr, streyma) of grön. Idann kallar Ölvi oddsfeýs (skjaldar)
regubjóð (oddskýs regn: orusta, bjóður hennar: hermaður). Og vísunni lýkur
með orðunum: rigna getr at regni/----Hávars þegna (Hávars (Óðins) þegnar:
æsir eða skáld, regn þeirra: skáldskapur), þ. e. vísunum rignir.
Haustregninu hefur þannig slegið inn, og það brýzt síðan út í vísu, sem
minnir ekki einungis á drykkjuskap forfeðra vorra, heldur jafnframt hið veður-
næma skáld og votviðrin vestan fjalls í Noregi.
II
Hvað er það í fornum frásögnum, er hrífur oss einna mest? Eru það ekki
hinir einföldu drættir og skýru myndir, sem þar er tíðum brugðið upp?
Vér skulunr líta á t. a. m. örfáar frásagnir af jarðeldum eða öðrum
náttúruhamförum.
í Landnámabók segir svo frá frá Þóri Grímssyni landnámsmanni, er bjó
að ytra Rauðamel í Hnappadal:
„Þá var Þórir gamall og blindur, er hann kom út síð urn kveld og sá, að
maður reri útan í Kaldárós á járnnökkva, mikill og illilegur, og gekk þar upp
til bæjar þess, er í Hripi hét, og gróf þar í stöðulshliði; en um nóttina kom þar
upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin.“
Surtur fer sunnan/með sviga lævi [þ. e. eldi], segir í Völuspá, og hér er
jötunn einnig á ferð, en járnnökkvar eru í norskum þjóðsögum taldir farkostir
jötna.1) Jötunninn, sem gekk upp til bæjarins í Hripi, var mikill og illilegur, og
svo hefur mönnum forðum virzt Borgarhraun, meðan það brann og eyddi byggð,
þótt Eldborgin þyki nú úr hæfilegum fjarska fögur á að líta.
Allir kannast við frásögn Kristnisögu af því, er menn deildu sem fastast um
hinn nýja sið á alþingi sumarið 1000 og maður kom „hlaupandi og sagði, að
jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða
[er þá hafði tekið kristni].
Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að goðin reiðist tölum
slíkum."
1) íslenzk fornrit 1,98.