Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 93
ANDVAHI
ÁTRÚNAÐUR JÓNASAR OG BJARNA
91
Veit þá engi, að eyjan hvíta
á sér enn vor, ef fólkið þorir
Guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða?
(Séra Þorsteinn Helgason)
Vegna einlægrar trúar á gæzlui og mátt Guðs biður Jónas iðulega þeim og
því blessunar, sem bann ann og ber umhyggju fyrir, eins og fram kom í erindinu
úr Hulduljóðum: Faðir og vinur alls, sem er! Þótt Jónas leggi þessi orð í munn
Eggerti Úlafssyni í Hulduljóðum, eru þau ekki síður eigin bæn skáldsins. Það
sést á þessari bæn fyrir fósturmoldinni liugum kæru:
drjúpi’ liana blessun Drottins á
um daga heimsins alla!
Það er sólbjart yfir guðsmynd Jónasar, og hann horfir til Guðs eins og barn
til föður. I einu orði er unnt að fullyrða, að í þessu efni er hann kristinn í hug
og hjarta.
Jónas getur Krists sjaldnar en Guðs í ljóðum sínum. Fer því þó fjarri, að
hann geri hlut hans lítinn. Og í öllum tilvikum birtist djúp lotning og öruggt
traust hans til hins upprisna.
Árið 1839 kom skírnarfontur Thorvaldsens í Reykjavíkurdómkirkju til
landsins, gjöf listamannsins til ættlands hans. Þá orti Jónas fagurt þakkarkvæði
til listamannsins og skorar á alla, sem koma í musterið, að líta með lotningu hinar
„guðlegu myndir“:
Sjáið hér fegursta
friðarmynd -
blíða Maríu
með barnið á skauti;
hallast að góðrar
guðsmóður knjám
ungur Jóhannes
og ástarbh'ður.
Sjáið ánni í
allra manna
lausnara ljúfan
og líknarskæran
skím að skírast,
áður skepnu sína
Guði vinni,
þá er glötuð var.
Sjáið enn fremur
ástvin beztan
barnanna ungu,
er hann blessar þau.
„Leyfið þeim,“ segir
inn líknarfulli,
„öllum hjá mér
athvarfs að leita.“