Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 31
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIllSSON
29
sem eins og áður getur var þar fædd og lrafði ekki flutzt þaðan fyrr en hún
var orðin tíu ára. Vorið 1914 átti Asgeir þess kost að kenna sund í Vest-
mannaeyjum og tryggja sér þar sumaratvinnu, og víst átti hann þar góðu
að rnæta. Árið 1909 hafði Gunnar Ólafsson stofnað þar hlutafélagið Gunnar
Olafsson & Co., ásarnt Jóhanni Þ. Jósefssyni og Pétri Thorsteinssyni, sem
varð ærið umsvifamikið. Dvaldi Ásgeir á heimili Gunnars, en örskammt
þaðan bjó Sigríður, föðursystir Asgeirs, sem nú var orðin ekkja. Þegar
Asgeir var í Vik tíu og ellefu ára, hafði hann mjög lítil kynni af Gunnari
Olafssyni, en nú varð þetta á annan veg. Hann var nú orðinn það þrosk-
aður, að Gunnar hafði garnan af að segja honum frá hinu og þessu úr
lífsbaráttu sinni, en mest yndi hafði hann þó af að lesa fyrir hann úr
varnar- og sóknarskjölum í málum, sem hann hafði tekið að sér, og las
hann Ásgeiri einkanlega þá kafla úr skjölunum, þar sem hann hafði komizt
meinlegast að orði.
Sundkennslan fór fram á Eiðinu, þar sem kallað er undir Litlu-Löngu.
Nemendur voru fjölmargir — og þá einkum börn og unglingar. Var Ás-
geiri mikill vandi á höndum um að verjast því annars vegar, að enginn
úr hópnum færi svo óvarlega, að hann drukknaði, hins vegar að börn, sem
lítt voru vön vosi, yrðu innkulsa, en þetta tókst honum fullkomlega. Af
lullorðnum mönnum, sem hann kenndi, minntist hann sérstaklega garps-
ins Gísla Magnússonar, sem var þá þegar orðinn kunnur afla- og frarn-
kvæmdamaður.
I hjáverkum frá sundkennslunni og eftir að lienni var lokið, vann
Asgeir á stakkstæðum á Tanganum, eins og fyrirtæki þeirra Gunnars og
félaga hans var jafnan kallað. Einnig gekk hann að slætti, sló allstórt
tún Karls sýslumanns og alþingismanns Einarssonar.
Sá, er þetta ritar, hefur látið þess getið, að til var fólk á bcrnsku-
árurn hans vestur í Fjörðum, sem enn var þess uggandi, að Tyrkinn kynni
að bregða á það ráð, að drepa og ræna á Vestfjörðum. Það er því ekki
ykja undarlegt, þó að Vestmannaeyingar væru langminnugir á hryðjuverk
°g rán Tyrkja, cnda lengi vel haldið þar við varnarvirki og menn æfðir
nokkuð í vopnaburði.
Asgeiri Ásgeirssyni sagðist svo frá, að þegar fréttin um byrjun heims-
styrjaldarinnar fyrri barst til Eyja, Jrá hafi hann verið við fiskhreiðslu
í sólskini og blíðviðri, ásamt allmörgum körlunr og konum. Sló þegar miklum