Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 32
30
GUÐMUNDUR 'GÍSLASON IIAGALÍN
ANDVARI
ótta á margt at fólkinu — og þá einkum konur. Voru margar þeirra sann-
færðar um, að nú mundi Hund -Tyrkinn sæta færi, gera út leiðangur
til Eyja og fara þar með mannvígum og ránskap. Asgeir gerði tilraun til
að sefa óttann. Hann sagði, að fyrir áttatíu árum eða þar um bil befði
sameinaður floti Fraklca og Bandaríkjamanna ráðizt á Barbaríið og gereyði-
lagt ræningjaflotann í Algeirsborg, og síðan befði verið ríkjandi fullur
friður á Miðjarðarhafi. Hann skýrði síðan náið frá ýmsu, sem þessi mál
varÖaði, og fékk bann gott bljóð, en ekki tókst honum að slökkva óttann,
enda bafði eina af konunum, sem þarna voru á stakkstæðinu, dreymt eld-
rauðan örn á austurloftinu, og sitthvað fleira furðulegt hafði fyrir borið.
Nema hætt var við breiðsluna, konur og karlar sóttu hjólbörur og handvagna,
og síðan var allt ætilegt rifið út úr verzlunum eftir því sem lánstraust
leyfði, enda hafði ógn slegið á fleiri eyjarskeggja en þá, sem unnu á
stakkstæðinu á Tanganum. En auðvitað rann svo skelfingarvíman til-
tölulega fljótlega af flestum.
Asgeir varð mjög hrifinn af Vestmannaeyjum, þótti þær undraheimur
furðu fjölbreyttrar og sérstæðrar fegurðar — að ógleymdu útsýninu upp
til meginlandsins, sem Asgeir hugði alla ævi vart eiga sinn líka. Og allt
hið iðkvika líf á landi, í lofti og á og í sjó. Asgeir kom einu sinni til
hinnar heimskunnu eyjar Caprí á Napólíflóa. Honum virtist sitthvað sam-
eiginlegt um fegurð og fjölbreytni þess veraldarundurs og Heimaeyjar, en
sjórinn mátti þar heita líflaus — eitthvað annað þar eða hið morandi líf
Heimaeyjar. Þá geðjaðist Asgeiri og vel að fólkinu. Allir voru starfsfúsir,
ungir sem garnlir, allir litu vonsælum augurn til aukinna athafna og vel-
megunar, en voru þó víllausir um það, sem fyrir hendi var. Það varð og að
ráði, að Ásgeir fór þegar að loknu guðfræðiprófi vorið 1915 á ný til
Eyja, og kenndi hann þar sund, vann á stakkstæðum, þegar mikið lá við,
og sló tún sýslumannsins.
Hér hefur lítt verið vikið að námsferli Ásgeirs Ásgeirssonar nema í
skóla íslenzkrar náttúru og atvinnulífsins undir handleiðslu rnóður hans og
síðan ýmissa meira og minna nafnkunnra manna. En hann hafði ekki
þurft að leggja mikið að sér til þess að ná góðum námsárangri í menntaskóla
og háskóla, tók guðfræðipróf sitt með hárri einkunn eftir aðeins þriggja
vetra nám, þá rétt orðinn tuttugu og eins árs. Jafnt gáfur hans sem