Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 100
98
GUNNAR ÁRNASON
ANDVARI
Sefur ei og sefur ei sálin — í sælu
í sorta grafar sést hún enn að morgni.
(]ón Sighvatsson)
Ekki þarf að eyða að því mörgum orðum, að Jónasi kom ekki til lntgar, að
menn gerðu það eitt í eilífðinni að veifa pálmum og syngja halelúja — ef þeir
engdust ekki í kvölum á neðri byggðinni. Því til sönnunar nægir að vitna í þetta
erindi um Tómas Sæmundsson:
Sízt vil eg tala um svefn við þig,
þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig híða sælli funda, -
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegri heim;
krjúptu að fóturn friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgun-
roðans
meira’ að starfa Guðs um geim
Það er ekki vafabundið, að sú fagra lífsást og bjarta vongleði, sem felst í
kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, hefur átt mikinn þátt í, að hann er ástsælastur
íslenzkra skálda. Og þakkarskuld þjóðarinnar við hann verður aldrei vegin.
Enn ber rétt að minnast á tvö þrjú atriði í sambandi við trú Jónasar á æðri
heirna og annað líf.
Hann trúar á engla, þ. e. a. s. himinverur, sem ekki hafa á jörðu fæðzt.
Samkvæmt fornkristilegri skoðun telur hann, að eitt hlutverk þeirra sé að vera
mönnum til verndar:
Máttkan engil
sá inn mikli faðir
veikum að vörn léði-
(Undir annars nafni)
Framliðna menn nefnir skáldið stundum engla, eins og alvanalegt er.
Um illa anda og foringja þeirra fer Jónas fáum orðum, og um helvíti kveður
hann í hálfgerðum skimpingi:
Mér finnst það vera fólskugys
að fara niður til helvítis
og eyða aldri sínum
innan um brennu illan geim,
ólíkan drottins sólarheim,
svo hrollir huga mínum.
Skötubarðvængjuð fjanda fjöld
flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
glórir í glóðir rauðar;
þar er ei nema eldur og ís;
allt í helvíti brennur og frýs,
Satan og sálir dauðar.
Ég get ekki dregið af þessu, að Jónas trúi á eilífa útskúfun né bókstaflegt
eilíft helvíti. Til þess var guðsást hans of einlæg, bjartsýni hans of mikil, mann-
kærleikur hans of sannur.