Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1973, Side 22

Andvari - 01.01.1973, Side 22
20 GUÐMUNDUR GÍSLASON IIAGALÍN ANDVAlíI Þó að hann ynni í Knarrarnesi með ljúfu geði hvert það verk, sem fyrir lá — og nyti þess að finna sér aukast þrek og seiglu með hverju árinu, sem leið, hló honum jafnan hugur í hrjósti, þegar Asgeir bóndi kvaddi hann með sér til veiðiskapar, en það var mjög oft, sem hann valdi hann einan í slíkar ferðir. Mikill veiðihugur var í hinum unga manni, en það var fleira, sem veitti honurn nautn og varð honum eftirminnilegt, þá er þeir nafnar voru einir saman á sjó. Ásgeir bóndi þræddi allar krókaleiðir jafn- auðveldlega og troðningana milli húsa, og hann sagði nafna sínum svo greinilega til um allt, sem gefa þurfti gætur að til að forðast grynningar og hoða, að Asgeir Asgeirsson sagði á efri árum sínum, að hann héldi sig mundu enn rata hina ósýnilegu stigu allt vestan úr Þormóðsskeri og austur í Knarrarnesvör. Þá þótti honum og ærið athyglisvert og allt að því furðu- legt, hve vel Ásgeiri hónda tókst að hnitmiða smábletti á botni sjávar, þar sem frekast var von heilagfiskis. Loks var það selveiðin. Útselur sótti upp að Mýrunum á sumrin, lónaði þar á sundum og vogum eða sólaði sig á skerjum og töngum og var oft ærið var um sig, enda þá hvekktur á þeim kynjaverum, sem fleyttu sér á hreifalöngum ferlíkjum urn sjóinn eða lágu í leyni í hólmum og nesjum. Ásgeir hóndi var afar ráðkænn við selveiðina og frábær og rómuð skytta. Ef selur er dauðskotinn á floti, er ekki íryggt, að hann fljóti, nema sá, sem skotið hefur, hafi hleypt af á því augnabliki, sem selurinn hefur fyllt lungun af lofti í þann veginn að stinga sér. Einu sinni skaut Asgeir bóndi, þegar nafni hans var í för með honum, þrjá stóra útseli, en kom aðeins að landi með tvo, þar eð einn hafði sokkið. Þegar hann hafði sagt konu sinni, hver fengurinn hefði orðið, mælti hún: „Nú, hvað er þetta? Ég heyrði þrjú skot.“ Svo var hún vön því, að ekki brygðist bónda hennar hogalistin. Margra karla og kvenna minntist Asgeir þakksamlega frá veru sinni í Ivnarrarnesi, og var einn þeirra Jón Bjarnason, hróðir húsbóndans. Hann var einhleypur og dvaldi jafnan á föðurleifð sinni. Hann hlýddi ávallt á samræður við merka op fróða gesti, en lagði lítt eða ekki til mála. Þegar o o 7 o o þeir svo voru einir saman, hann og Ásgeir Ásgeirsson, runnu upp úr Jóni löng samtöl fyrirmanna frá liðnum tímum, að því er Ásgeiri virtist orð- rétt. Þessa minntist hann jafnan, þegar fræðimenn drógu mjög í efa í ræðu eða riti geymd atburða og orðaskipta frá þeirn tímum, sem fátt truflaði hugi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.