Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 122

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 122
120 ÞORSTEINN SÆMUNDSSON ANDVARI hefði nokkru sinni komið ritverki sínu í prentun, ef hann hefði ekki fengið óvænta aðstoð og uppörvun. Vorið 1539 kom í heimsókn til hans ungur fræðimaður mótmælenda- trúar, Georg Joachim, öðru nafni Rheticus, prófessor við háskólann í Witten- berg. Kóperníkus sýndi honum verk sitt, og Rheticus fékk svo rnikinn áhuga á því, að hann sökkti sér niður í lestur þess í þrjá mánuði samfleytt. Að lestr- inum loknum hvatti hann Kóperníkus eindregið til að láta prenta ritið og bað jafnframt um heimild hans til að gefa út lýsingu á verkinu, eins konar undanfara að heildarútgáfu verksins. Bók Rheticusar, Narratio prima de libris revolutionum, kom út þegar næsta ár, 1540, og ber það gleggstan vott um dugnað Rheticusar. Narratio prima var fyrst prentuð í Gdansk, en mjög skömmu síðar endurprentuð í Basel. Bókin fór víða og vakti forvitni margra fræðimanna, sem biðu þess nú með nokkurri eftirvæntingu að sjá ritverk Kóperníkusar, sem Rheticus hafði lýst af svo mikilli hrifningu. Rheticus sneri aftur til Frombork eftir stutta fjarveru og lagði sig nú allan fram við að fá samþykki Kóperníkusar til að gefa út hina stóru bók himinsnúninganna. Með aðstoð annarra vina Kóperníkusar tókst Rheticusi loks eftir langa mæðu að yfirvinna efasemdir hins mikla stjörnumeistara. Það sem eftir var árs 1540 og árið 1541 vann Rheticus síðan baki brotnu að því að búa verkið til prentunar. Þess má geta, að hann fékk heimild Kóperníkusar til að gefa út sem sérprentun þann lduta verksins, sem fjallaði um þríhyrninga- fræði, og sendi þá sérprentun m. a. til nokkurra leiðtoga mótmælenda. Virð- ist Rheticus hafa gert þetta til að sýna fram á hið almenna gildi þess verks, sem Kóperníkus hefði unnið. Kóperníkus gerði enn nokkrar breytingar á ritinu, lagfærði og jók við útskýringum. Ýmislegt bendir til, að hann hafi ætlað að slá botninn í verkið með lokakafla, þar sem fjallað væri um heildarniðurstöður, en sá kafli var aldrei skrifaður, sennilega vegna þess, að heilsu meistarans var nú tekið að hraka. Undirbúningurinn að prentun verksins lenti því æ meir á Rheticusi. Bókina átti að prenta í Núrnberg í Þýzkalandi, og setning hennar hófst í maí 1542. Rheticus hafði fengið leyfi frá störfum við háskólann í Wittenberg til að vinna að verkinu, og hann las í fyrstu prófarkir. Síðar þurfti þó Rheticus að fara til Leipzig og skildi þá útgáfuna eftir í höndum eins af þekktustu guð- fræðingum mótmælenda, Andreasar Osianders. Osiander hafði áður skrifazt á við Kóperníkus og ráðlagt honum að færa kenningar sínar í annan búning til að forðast andstöðu kirkjunnar. Mælti Osiander með því, að Kóperníkus skrifaði formála, þar sem hann legði áherzlu á, að stjörnufræðilegar kenningar væru ekki trúaratriði, heldur eingöngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.