Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 12
10
GUÐMUNDUR GÍSLÁSON UAGALÍN
ANDVAHI
á Neðri-Brunná í Saurbæ, en fór tvítugur að heiman og gerðist Vesturlands-
póstur, átti eitt ár heima í Ólafsdal, en fluttist síðan til Stykkishólms og
var |iar heimilisfastur, meðan hann var póstur. Hann var snernma hraustur
og þrekmikill og að sama skapi óvílinn og kappsamur, enda hefði honum
vart verið trúað fyrir því tvítugum að flytja póst milli Stykkishólms og
ísafjarðar, ef ekki hefði verið talið meira en lítið í hann spunnið. Póst-
leiðin lá frá Stykkishólmi um Helgafellssveit og Skógarströnd, um Dali og
fyrir Gilsfjarðarbotn, vestur Reykhólasveit og yfir Þorskafjarðarheiði og
síðan á háti út Djúpið til Isafjarðar. Hann komst og oft á tíðum í hann
krappan. Sagt er, að eitt sinn hafi hann hreppt skyndilega á Þorskafjarðar-
heiði ofsaveður með frosthitru og feikna snjókomu, og hafi hann þá rnisst
alla hesta sína og konrizt sjálfur með hörkumunum til bæja í Langadal.
Þrettán ár þraukaði hann sem póstur, en fluttist siðan til Reykjavíkur, var
þar fyrst vcrzlunarmaður, meðal annars hjá lausakaupmönnum, en tók
síðan sjálfur að verzla og gera út þilskip, átti fjögur um skeið og hafði
mikil umsvif. Árið 1893 setti hann upp verzlun í Kóranesi, og varð Ásgeir
sonur hans þar verzlunarstjóri.
Móðir Ásgeirs Ásgeirssonar, Jensína Björg, var dóttir Matthíasar smiðs,
sonar séra Markúsar á Álftamýri, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, en hann
var sonur Olafs lögsagnara og lögréttumanns á Eyri í Seyðisfirði vestra,
senr var tvisvar settur sýslumaður, fyrst í Barðastrandarsýslu i tvö ár, síðan
árlangt í Isafjarðarsýslu. Hann var með afbrigðum duglegur luimaður,
glöggur á fé, vitur, lögvís og harðvítugur og átti í deilum við aðra eins
mektarbokka og Erlend sýslumann Ólafsson og Mála-Snæhjörn. Kona
Ölafs var Guðrún dóttir Árna prests í Hvítadal Jónssonar. Þau urðu svo
kynsæl, að sagt hefur verið, að þriðji hver íslendingur sé frá þeim korninn.
Þeir séra Markús á Álftamýri og Jón forseti Sigurðsson voru þremenningar.
Séra Markús var kvæntur Þorbjörgu, dóttur Þorvalds Sveinssonar, hrepp-
stjóra í Hvammi í Dýrafirði, sem frá er komið rnargt nýtra manna og gáf-
aðra vestra. Séra Markús var afi Markúsar Bjarnasonar, stofnanda og stjórn-
anda Stýrimannaskólans. Móðir Jensínu Bjargar var Solveig, dóttir Páls
skalda, prests og alkunns hagyrðings á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, sonar
Jóns undirkaupmanns í Eyjum Eyjólfssonar, og Hólmfríðar, dóttur séra
Benedikts á Ofanleiti. Kona séra Páls skálda var Guðrún, dóttir Jóns hrepp-
stjóra á Brekkum í Holtum, Filippussonar prests í Kálfholti, og segir Páll