Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 70
68
PETER HALLBERG
ANDVAIU
bitið á kampi sínum" (343). Maður þar£ varla að vera eindreginn hetjudýrk-
andi til þess að sjá þessa mynd af manninum sem vott um aðdáun frekar en
afneitun. Ég get ekki fundið snefil af neikvæðri siðferðislegri aistöðu í
lýsingu höfundarins á Skarpheðni. Hann virðist liafa lagt mikla alúð við
þennan geigvænlega mann og litið á hann sem hetju. En lífsorka Skarp-
heðins og hvassyrt tilsvör eiga mikinn þátt í að gera þessa sögupersónu eftir-
minnilega.
Á hinn hóginn höfum við mann eins og Höskuld Hvítanesgoða, en hann
kemst í Njálu næst því að vera helgur maður. Hann er þó engin aðalpersóna
sögunnar. Hann er alger þolandi; dráp hans er upphafið að þeirri atburða-
rás, þar sem harmleikurinn rís hæst. Og frá fyrirmyndarmanninum Kolskeggi
segir í fáum orðurn, að hann fer til útlanda, tekur kristni og verður foringi
Væringjaliðs í Miklagarði. Svo er hann afgreiddur með klausunni: „og er
hann úr sögunni" (197). Lesandi gæti auðveldlega gleymt honum án þess að
fara nokkurs mikils á mis. Kolskeggur er viðfeldin manngerð, en engin aðal-
persóna, og að því leyti sambærilegur við Höskuld. Sögupersónur þær, sem
höfundur leggur mesta alúð við og vitna um aðaláhugsmál hans og djúpa inn-
sýn hans í mannlegt eðli, eru samsettari og marghrotnari.
Ef sleppt er tvímælalaust vondu fólki - ljúgandi, rægjandi, stelandi o. s.
frv., og vondu, hvaða mælikvarði sem á það er lagður - virðist frekar tilgangs-
laust að skýra höfuðpersónur Njálu úr frá sjónarmiði rétts eða rangs, að leggja
á þær einhvern siðferðislegan mælikvarða — svo að ekki sé talað um guð-
fræðilegan. Njáll notar tvisvar orðatiltæki, sem segir okkur mikið um af-
stöðu hans og lífsreynslu. Við konu sína, sem er æst í að hefna rógs Hall-
gerðar um Njál og fjölskyldu hans, segir Njáll: „Jafnan orkar tvímælis, þó að
hefnt sé“ (114). Við annað tækifæri, þegar synir hans og Kári tala um hefnd
fyrir ranglæti, sem þeim hefur verið sýnt, ráðleggur Njáll þeim að láta ekki
til skarar skríða alltof fljótt: „Það kann og vera, að mælt sé, að synir mínir sé
seinir til aðgerða, og skuluð þér það þola um stund, því að allt orkar tvímælis,
þá er gört er“ (226). Það er að segja, við leggjum ráð okkar, við tökum ákvarð-
anir, við framkvæmum þær, en við getum ekki stýrt rás atburðanna, um hina
endanlega útkomu vitum við ekkert. Að því er séð verður, er þetta ekki aðeins
sjónarmið Njáls, lieldur einnig sjónarmið höfundarins, og það setur inark sitt
á skilning hans á sögupersónunum, samböndum þeirra og gerðum. Slík afstaða
virðist eiga lítið skylt við ákveðna trú eða kreddu, við ákveðið siðferðiskerli,
heiðið eða kristið — frekar við hugmyndina um einhver óbilgjörn örlög. Höf-