Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 68
66
PETER HALLBERG
ANDVARI
jafn kristinn maður og Sturla. En hann vissi, að hann var að skrifa um aðra öld
og aðra siði. Hann var höfundur með tilfinningu lyrir hlutföllum og stíl.
En hvað um skoðanir og siðferði annarra aðalpersóna, viðriðinna atburð-
ina kringum Bergþórshvol? Að því er Flosa varðar, þá veit hann afar vel, að
hann og menn hans eru að fremja níðingsverk, þegar þeir ætla sér að brenna
fólk inni: „Eru nú tveir kostir, og er hvorgi góður: sá annar að hverfa frá,
og er það vor bani, en hinn annar að bera að eld og hrenna þá inni, og er það
þó stór ábyrgð fyrir guði,- er vér erum kristnir sjálfir.“ Samt lýkur hann þessu
ávarpi sínu með orðunum: „En þó munu vér það bragðs taka“ (328). Þegar
allt er um garð gengið, segir maður við hann: ,yÞér hafið mikið stórvirki
unnið.“ Flosi svarar: „Bæði munu menn þetta kalla stórvirki og illvirki,“ og
hætir við: „Og þó má nú ekki að hafa“ (334). Að því er bezt verður séð, iðrast
hann ekki þessa illvirkis; hann varð að gera það, sem hann gerði. Og þrátt
fyrir aðdáun sína á Njáli og fjölskyldu hans, lætur höfundurinn ekki í ljós
neina vanþóknun á Flosa. Flosi heldur stöðu sinni sem geðfelld persóna til
söguloka, en þar hverfur hann á gamals aldri á leið til Islands frá Noregi:
„og hefir til þess skips aldri spurzt síðan“ (463). Eftir brennuna er honum
einu sinni lýst á þennan hátt: „Flosi var allra manna glaðastur ok beztur heima
að hitta, og er svo sagt, að honum hafi flestir hlutir höfðingligast gefnir verið“
(419). Ennfremur er sagt um Flosa: „Hann var svo vinsæll af sínum mönnum,
að hann hafði þar vöru að gjöf eða láni, sem hann vildi“ (427) - vissulega
sterk meÖmæli í íslendingasögu.
Kári Sölmundarson er aðalhetjan í lokaþætti sögunnar, eftir brennuna.
Hann er „skapdeildarmaður“ (226) í augum Njáls, tengdaföður síns. Meira
að segja andstæÖingur hans, Flosi, er fullur aðdáunar á honum: „Fám mönnum
er Kári líkur, og þann veg vilda eg helzt skapfarinn vera sem hann er“ (422).
Kári er líka sagður „allra manna vinsælastur" (443). En þessi skapdeildar-
maður heldur ekki gerðar sættir eftir hrennuna að Bergþórshvoli. f staðinn
heldur hann áfram að drepa brennumenn upp á eigin spýtur. Meðal annars
hleypur hann í skála Sigurðar jarls í Orkneyjum og hálsheggur þar mann af
slíkum ofsa, að höluðið „fauk upp á horðið fyrir konunginn og jarlana“ (443).
Á sama hátt leikur hann annan msnn, síðasta fórnardýr sitt meÖal brennu-
manna, meðan sá er að telja silfur sitt: „og nefndi höfuðið tiu, er af fauk
bolnum“ (461). Við hevrum ekki eitt einasta brigzlyrði um þennan einlæga
manndrápara og einkablóðhefnd hans, hvorki frá- höfundinum né frá neinum
öðrum persónum sögunnar. Á siðferðislegan mælikvarða sögunnar sjálfrar
og þá væntanlega mælikvarða höfundarins er Kári vafalaust sönn hetja.