Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 110
108
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON
ANDVAHI
stjörnufræði. Mun þetta vera elzta örugga heimildin, sem vitnar til nýstár-
legra hugmynda Kóperníkusar um þessi efni.
Arið 1512 lézt Lúkas hiskup Watzenrode. Flutti Kóperníkus þá til From-
hork og tók við störfum sínum sem einn af kanúkum dómkirkjunnar. Kanúk-
arnir, sem voru 16 talsins, skiptu með sér stjórn þeirra héraða, sem heyrðu
undir dómkirkjuna. Þeir höfðu í raun yfirvald og dómsvald, ákváðu leigu-
gjöld og skatta og urðu reglum samkvæmt að hafa að minnsta kosti tvo þjóna
og þrjá hesta hver. Ekki þurftu þeir að vera lærðir í guðfræði, því að stiirf
þeirra voru meira veraldlegs en kirkjulegs eðlis, en hænir urðu þeir þó að
lesa og sálumessur, þegar mikið lá við.
Þriðjungur Varmíu var undir yfirstjórn dómkirkjunnar í Frombork (2/3
tilheyrðu hiskupi persónulega). Árið 1516 var Kópcrníkusi falin umsjón með
þessum landsvæðum í heild. Varð hann þá að flytja til Olsztyn, um 80 km inni
í landi. Þar dvaldi hann frá 1516 til 1521 og annaðist yfirgripsmikil stjórn-
unarstörf af ýmsu tagi. í því sambandi er þess sérstaklega minnzt, að hann
tók til meðferðar vandamál, sem snerti myntsláttu í landinu. Talsverð hrögð
voru þá að því, að mynt væri hrædd upp til að ná silfri úr peningunum, en
síðan voru slegnir aðrir peningar úr ódýrari málmum. Árið 1517 lauk
Kóperníkus við ritgerð, þar sem hann gerði tillögur um nýjar og fastari reglur
um myntsláttu. Þeim tillögum var fylgt áratug síðar með góðum árangri, hæði
í Póllandi og Litháen.
Á þessum árum tók Kóperníkus að vinna að stjörnufræðilegum hugðar-
efnum sínum fyrir alvöru, en annir gerðu honum erfitt fyrir. Þar á ofan hættist
styrjöld, sem hófst árið 1520 með því, að sveitir hinna þýzku riddara, sem
lönd áttu að Varrníu, gerðu innrás í héraðið. Biskupinn yfir Varmíu sendi
tvo kanúka til fundar við yfirmann riddarareglunnar til að leita eftir mála-
miðlun, og var Kóperníkus annar þeirra, sem til ferðarinnar valdist. Sátta-
tilraunin mistókst, og riddararnir lögðu undir sig Frombork og brenndu borgina.
Kóperníkus sneri til Olsztyn og tók að sér að stjórna vörnum þar. Eftir nokk-
urt umsátur um bæinn hörfuðu riddararnir frá, og var síðan snmið vopnahlé.
Ákváðu þá yfirvöld að setja sérstakan umhoðsmann til að hafa eftirlit með
uppbyggingu og endurreisn í Varmíu eftir styrjöldina. Llmhoðsmaður þessi
skyldi fá víðtækt vald, og urðu hiskup og dómkirkjuráð sammála um að fela
Kóperníkusi þetta emhætti. Síðar, þegar hiskup féll frá, stjórnaði Kóperníkus
biskupsdæminu öllu í níu mánuði.
Árið 1521 sneri Kópemíkus aftur til Frombork, þá tæplega fimmtugur
að aldri. Átti hann síðan heima í Fromhork fram til sjötugs, er hann lézt, árið
1543. Ekki hélt Kóperníkus þó kyrru fyrir, heldur ferðaðist mikið, hæði í