Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 185
ANDVAHI
BRÉF TIL FINNS MAGNÚSSONAR
183
mig varði. Komist þetta nolckurntíma yður
til handa, bið eg vður vcl virða og taka
viljann fyrir verkið.
Eg samgleðst yður af hjarta yfir yðar
nýfengnu ánægjulegri emhættisstöðu og
standi, bæði í því tilliti, að eg gjarnsam-
lega vil vita, að yður vegni sem bczt sem
hczta vin mínum og velgjörðamanni, og
í annan stað þess vegna, að það er landi
voru og þjóð mikil æra, að sem flcstir
landa vorra njóti æru og upphefðar lijá
upplýstum þjóðum erlcndis, en sóma
sinnar eigin fósturjarðar finnst mér hvers
eins skylda mikils að meta.
Næstliðið haust og vetur var hér góð-
viðrasamt, og í annarri viku góu fór að
sjást gróður í kringum bæi, en mcð mið-
góu, eða þó helzt með 15. marz, tók að
kólna, og síðan hefir hér norðanlands
i'orið og sumarið verið nrikið kalt, nema
tim sjálfa hundadagana voru miklir hitar
og þurrkar á daginn, en næturfrost tíð,
grasvöxtur því yfir höfuð í minna lagi,
en nýting heyja góð allt til skamms tíma.
Fiskirí gott víðast, lieilbrigði manna góð,
og allir nafnkenndir lifa, það eg til veit.
Ekki hefi eg mikils að sakna, þó frændi
minn, stiftamtmaður Iloppe, viki héðan.
Eitt sinn hafði eg þá æru að sjá hann,
og það var ekki meir.
Gaman þætti mér að fá að vita, hvcr
forlög hafa orðið höndlunarhússins Boreh
& Schultz, hjá hverju cg og meðerfingjar
margir töpuðum hénnn 2000 rdbl, sem
okkur höfðu tcstamenteraðir verið af
föðurbróður mínum, Parruqvemakara
Friðfinni sál. Kjemested.
Bágt er til þess að hugsa, ef stríðið út-
breiðist víða, mun þá bætt við, að Danir
geti ei verið afskiptalausir þó vildu, og
oss Islendingum rnundi það ei verða mik-
ill hagur, en sú er eina huggunin, að guð
lætur sínum allt að góðu vcrða.
Forlátið hæstvirti hr. vinur línur þessar
yðar þénustusk.
elsk. vin.
Elallgrími Jónssyni.
Eg samgleðst yður, Finnur Magnússon var
2. apríl á þessu ári skipaður leyndarslcjala-
vörður. — Hoppe, Pétur Fjeldsted, hafði verið
stiftamtmaður hér síðan 1824, en fór alfarinn
héðan á þessu sumri. Hann hafði láitið sér
annt unr Stiftsbókasafnið, sem síðar varð Lands-
bókasafn Islands, og verið bókavörður þess öll
árin, sem hann dvaldist hér.
Sveinsstöðum þann 4. sept. 1830.
Hæstvirti hr. prófessor!
Þar eg ekki gat orðið svo heppinn að
ná Símonsens skipi, skrifa eg nú línur
þessar í þeirri von þær nái skipi á Eyja-
firði, og er þá þeirra einkainnihald að
þakka yður innilega hæstvirt elskulegt til-
skrif frá 22. maí þ. á. og þar með fylgjandi
höfðinglega og mjög kærkomna bókasend-
ingu, er skilvíslega kom mér í bendur.
En svo er sem vant er fyrir mér, að ekkert
get látið af hendi rakna á móti, hvað mig
angrar mikillega, því meðfylgjandi blöð,
er eg þrcif í úrræðaleysi, tel eg ekki að
neinu, þó eg viti, og undir eins biðji, að
þér takið viljann fyrir verkið.
Vissi eg yður gæti orðið þént með því,
vildi eg í vetur reyna til að uppskrifa
lianda yður Uppteiknunar Tilraun
Hólastiftis Presta eftir Siðaskiptin, með
ævisöguágripi þeirra, liverja eg hefi bæði
cftir Mag. Hálfdáns uppkasti og fleiru
saman tínt, allt að þessum tírna. Ó, að
eg væri svo heppinn, að seðill þessi til
yðar kæmist áður en póstskip siglir frá