Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 167
ANDVABI
BRÉF TIL FINNS MAGNÚSSONAR
165
undirvísanir nokkurra, þeim sjálfum eða öðrum viðvíkjandi, hverjum — svo
vel senr þeim fáu er mig hafa með bókaláni aðstoðað til þessa verks — eg hér
með votta mitt skyldugt þakklæti.
Sumir kynnu máske heldur hafa kosið, að eg hefði talið skáldin sérílagi,
og aftur annarra rita höfunda útaf fyrir sig. í þessu vildi eg hafa mér til af-
sökunar, að þar margir þeir sömu eru rithöfundar í bundinni og óbundinni ræðu,
hefði verkið stærra orðið að þarflausu með því að telja þá sömu tvisvar. Aðrir
kynnu láta sér þykja, að rímnaskáld eru talin, þeir eð telja litla upphyggingu
í þess háttar kveðskap. f þessu tillíti vil eg réttlæta mig með því sama sem
Laurentíus Hólabiskup svaraði erkibiskupi Jörundi: Versificatura nihil est nisi
maxima cura. Þess háttar yrki hafa oft komið sér vel og verið mörgum landa
vorra, svo meiriháttar sem minni, til saklausrar skemmtunar og dægrastyttingar.
Þótt eg á fám stöðum hafi drepið á annarra álit um ritgjörðir manna, hefi
eg fundið mér bæði ofvaxið og óverðugt að lofa þær eða lasta, og því hvort-
tveggja forðazt, einkum það síðara, hvað ætíð er varlega gjörandi. Að finna
að annarra verkum er þeirra einna, sem betra skynbragð þar á hafa og merkari
dómarar em um það efni en eg finn mig hæfan um.
Æviágrip þeirra presta í Norðurlandi, sem fyrir koma í þessari bók, hefi eg
sleppt, nema að því leyti sem lærdómsefni þeirra áhrærir, og vísað til þess í
Prestatali Hólastiftis, þar eg fann miður henta að skrifa það sama tvisvar.
Fáir útlendir að uppruna finnast hér að sönnu taldir, einkum í fyrra
partinum, en þar þeir hafa hér í landi verið líklegasta tíma ævi sinnar, sýndist
mér ekki ótilhlýðilegt þeirra að minnast, enda eru þeir allfáir að reikna móti
þeim mörgu innfæddu íslendingum á fyrri og síðari öldum, hverjum af
vanþekkingu minni út er sleppt, sem hér hefðu þó átt að teljast. En af þessum,
er hér finnast taldir, má þó sjá, hve iðjusamir landar vorir verið hafi i bókritun
og hversu lítið þeir eiga brigzlyrði skilin fyrir upplýsingaskort og fávizku. Og
þegar aðgætt er fólkfæð lands vors og þess óhagkvæma afstaða frá lærdóms-
nrenntanna aðalheimkynnum, má víst furÖa, hversu mörg lærdómsverk landar
vorir hafa í ljós leitt.
Þar enginn gjörir svo öllum líki, sem máltækið segir, því skyldi eg þá
húast við, að mér takist það með tilraun þessarir Eg býst ei heldur við því,
þar svo rnörg smíðalýti og ófullkomlegleikar verksins, bæði sökum vankunnáttu
minnar og hjálparmeðalaskorts, sem sjá má, hver eg þó vona að skynsamir leggi
mér ekki til lýta, sízt þeir sem líkum störfum vanir eru og vita, hver örðug-
leiki þeinr fvlgir, heldur virði á betra veg mína veiku viðleitni að fá uppihaldið
verðugri minningu gáfaðra, lærðra og iðjusamra landa vorra, hvað flestar siðaðar
þjóðir láta sér æ umhugað vera. En ef enginn vogaði að áræðast neitt nema