Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 132
130
ANDRÉ COURMONT
ANDVARI
Fort de Giromagny 26. Oct. 1913
prés Belfort
Kæri vinur!
Eg þakka þér bækurnar, systir mín
sagði mér í bréfi frá þeim; þó veit eg
ekki hvað þær eru; eftir viku fæ eg leyfi
til að fara heirn og vera þar í tvo daga,
þá skal eg sjá þær og þakka þér með fullu
skyni.
'Eg hef ekki tíma til að lýsa fyrir þig
kringumstæðum þeim sem jeg verð að
sætta mig við í tvö ár; þær eru ckki sem
þægilegastar; eina bótin er þó að herkast-
alinn rninn er uppi í fjöllunum og lands-
lagið undurfagurt.
Með bókina okkar gengur allt slysa-
laust. Síðan jeg konr hingað hef eg leið-
rjett þriðju prófarkirnar, því að Alcan
þótti vísast að fara svo að; nú skil eg ekki
betur en bókin komi út eftir viku eða svo.
Þú skilur að fyrstu dagana scm jeg var
hér í hernum var jeg aldrei í næði; heldur
skilur þú það ekki vel, því að cnginn veit
sem ekki hefur lifað það, hvað herrinn
er bölvaður í fyrstunni. Það er því að
kenna að bókin kemur út hálfurn mánuði
seinna en búist var við.
Eg hef skrifað dálitla lýsingu sem á að
koma út í blöðunum um leið og bókin
sjálf. Eg send[i] þér uppkastið; segðu í
næsta bréfi hvort þér líkar.
Þú fyrirgefur hvað böndin er slæm;
að bera vopn, sópa gólf, bursta kopartölur,
og því um líkt, á ekki við næmar taugar.
1 dag er eg laus við her-vítið til 11 í
nótt; eg ætla að lesa íslenzku allan dag-
inn.
Mér hefur tekist að leiga herbergi i
borginni rjett fyrir neðan herkastalann;
það er klukkutíma gangur. Jeg kom ofan
í morgun: fyrst þó eg mér með unun í
herbergi mínu; að vera sæmilega hreinn
þykir mér nú himnaríkið vera fólgið í;
— þá sat eg niður til að skrifa þér. Nú
vil eg gleyma, eins og eg sagði að her-
þjúnustuiönd eru til, og í því skyni lesa
sögurnar. Ef jeg á að vera hreinskilinn, þá
skal eg segja að annað sem gleður mig í
dag er að eiga von á góða máltíð bráðum;
að jeta eins og við Jónas gerðum í tjaldinu
á Sprengisandi væri hátíðlegt samsæti hjá
„la soupe" í hernum.
Gefðu kveðju rnína öllum vinum okk-
ar, sérstaklega Jónasi og Guðrúnu.
Þinn einlægur
André Courmont
Fort de Giromagny
prés Bclfort
Laugardag 8da Nov. 1913.
Kæri Guðmundur!
Aðcins fáein orð, því jeg hef fjarska
tæpan tíma til að komast heim fyrr en kl.
1; ef jcg kem seinna, þá er það mjög alvar-
legt mál.
Jeg þakka þjer bækurnar, las þær urn
daginn þegar jeg var í París, mjer þótti
mjög gaman að leikritinu en sögurnar eru
þúsund sinnum betri. Margt nýtt og gott í
Hrönnum.
Herinn er engu betri en áður; jeg er
þó ekki án vonar að nálgast París bráð-
um; ef svo fer, þá skal skrifa þjer ræki-
lega og lýsa öllu; nú get jeg það ekki.
Alt gengur vel mcð bókina.
Þinn cinlægur
A. Courmont.