Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 59
ANDVATU
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
57
dóttur að taka á móti gestum, iafnt innlendum sem erlendum, einstakling-
um og hópum manna, og ekki gleymdu þau gömlum vinum. Og ljúf
vinsemd og virðuleiki var jafnan yfir framkomu þeirra, hvar sem þau fóru,
en þau voru mjög víðförul og hvarvetna dað. Svo segir Birgir Thorlacius
ráðuneytisstjóri í formála Forsetabókarinnar, sem út kom 1961:
„Þegar herra Áspeir Áspeirsson hafði tekið við forsetaembætti, heim-
7 O ö Ö
sótti hann og forsetafrúin flest iill löesapnarumdæmi landsins. Þá fóru þau
í hoði konunga Danmcrkur, Svíþjóðar og Noregs og forseta Finnlands í
opinbera heimsókn til þessara landa árin 1954 og 1955 og til Kanada í
boði Kanadastjórnar. Síðan endurguldu þjóðhöfðingjar Norðurlanda heim-
sóknina . . . . “
En forsetahjónunum tókst og að búa sér á Bessastöðum heimili, þar
sem þau fengu, þegar önnum slotaði, notið þess friðar og ástríkis, sem ávallt
hafði ríkt í samhúð þeirra og fjölskyldu — og gat ekki farið fram hjá neinum,
sem kynnzt hafði þeim náið og raunar mun vart með öllu hafa dulizt nokkr-
um glöggum manni, sem eitthvað hafði saman við þau að sælda. Þau áttu
og að fagna miklu barnaláni. Þau eignuðust þrjú börn. Elztur er Þórhallur,
ráðuneytisstjóri í viðskiptamálaráðuneytinu, kvæntur Lilly Knudsen, sem
er fædd í Bandaríkjunum og alin upp þar og i Noregi. Næst er Vala,
gift Gunnari Thoroddsen, prófessor og alþingismanni og fyrrverandi ráð-
herra og sendiherra í Kaupmannahöfn. Þá er Björg, gift Páli Ásgeiri
dryggvasyni, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu.
Ásgeir Ásgeirsson var alla ævi mikill hókamaður, og frú Dóra Þórhalls-
dóttir var og mjög bókelsk. Þau áttu stórt og fjölbreytt hókasafn, því að
Ásgeir las rnikið fræðibækur um hin margvíslegustu efni, fylgdist til hins
síðasta sérlega vel með öllu markverðu, sem gerðist á sviði menningar-, við-
skipta- og þjóðfélagsmála um víða veröld. Mátti með sanni segja, að hann
léti sér ekkert mannlept óviðkomandi op skildi flestum hetur, að svo er
nú komið, að cina þjóð varðar í rauninni flestallt, sem veldur verulegum
hreytingum á högum og viðhorfum annarrar. Hann fékk því og til leiðar
komið, að forsetaembættið eignaðist bókhlöðu, því að honum þótti það illa
hæfa, að ekki væri aðstaða til að varðveita valið safn íslenzkra bóka á
asðsta stjórnarsetri þeirrar þjóðar, sem átt hefur hókinni meira að þakka en
ef til vinn nokkur önnur.
Engum orðum þarf að því að eyða, hver harmur var að honum