Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 177
ANDVARI
BRÉF TIL FINNS MAGNÚ SSONAR
175
huga orðinn, og með þcim vífilengjum,
sem eg ci þorði annað en koma við, þar
eg er ei mannsins characteer rétt kunn-
ugur. Þó hygg eg honum sé ei svo leitt
sem hann lætur.
Innan í bókina legg eg eitt ark pappírs,
á hverju rituð finnst formála-nefna fyrir
Annálum mínum með tilgreindum subsi-
diis, hver eg notaði mér til þeirra sarnan-
tekningar, eftir yðar bendingu þar um í
vðar háttvirta bréfi af 18. maí f. á. Það
historiska í þeirn formála er að mestu úr
Idist. Monarch. Dr. Finns biskups. Eg
t'issi ekki, hvað eg átti í hann að tína,
svo hann héti eitthvað. Mikillega vildi
eg óska, að Annálarnir gætu þénað Bók-
menntafélaginu, eftir gefinni von yðar
þar um. Annálar Tómasar, hverjum eg
var svo heppinn að geta náð á auction
eftir hann, um hverja erfingjar ei skeyttu
— alla rotna á lausum blöðum og sum-
staðar lítt læsilega orðna •— þóttí mér
illt, að fúnuðu niður og yrðu að engu.
Þeir urðu mér og tilefni til þess, að eg
tók að fýsast til að prjóna framanvið,
svo þeir gætu náð yfir lengri tírna, og
steypti þeim svo öllum saman i það forrn,
scm séð hafið. Ekki heldur vildi eg út-
gefa þá scm mitt verk, þó mér hefði verið
það hægt, svo ei hefði vitnazt. Það fer
bezt, að hver eigi það hann á. Maðurinn
var annars vandaður og vel að sér, einkum
í Hist. patriæ, og verk hans því líklega
áreiðanlegt. í nokkrum stöðum hefi eg
það aukið.
Ekld hefi eg enn gctað orðið svo hepp-
inn að fá neitt útverkað í því er þér til
mæltust t'iðvíkjandi skrifum E. Laxdals.
Eg skrifaði Espólín þar um, svo sem þeim
líklegasta í Skagafirði, en fékk ekkert svar
þar uppá. Líka ritaði eg tvisvar þeim
greinda og margfróða hreppstjóra Þor-
stcini Gíslasyni á Stokkahlöðum í Eyja-
firði, hjá hverjum Laxdal dó, en fékk nú
fyrir fáum dögum svolátandi svar í bréfi
hans af 9. f. m.: ,,Ef þér hafið fyrri en
nú minnzt á skrif Laxdals, þá er það bréf
ei til skila kornið. En hvað þeirn viðvikur,
þá hefi eg ei séð Sögu Ólafs Þórhalla-
sonar síðan eg var 8 vetra og vissi hana
hvergi til vera ncma hjá Ólafi heitnum
á Uppsölum í Skagafirði, og hann meina
eg og svo ætti eitthvað af Ólands-sögunni,
af hverri eg hefi alleinast séð þátt — þó
ei fullkomnaðan — af Esper jötni, sem
byrjar með þriðja parti sögunnar, og hann
hefi eg undir lröndum, argvítugan, srnekk-
lausn þvætting." Þóknist yður það, svo
vil eg gjöra frekari tilraunir í Skagafirð-
inurn ef tóri, þó eg héldi mig byrjað hafa
í líklegasta stað, þar sýslumaður Espólín
átti hlut að, en iþótt forgcfins yrði að svo
stöddu.
Við fyrstu hcntugleika vildi eg mega
æskja mér línu frá yðar hendi um yðar
álit á bókinni, þá hana lesið hafið.
Yðar hávelborinhcita
þénustusk. heiðrari
Hallgrímur Jónsson.
talem qvalem, eins og liún er. - Gunnarsen,
Gunnar Gunnarsson, þá biskupsskrifari í
Reykjavík, síðar prestur í Laufási. - orðið
compos voti, fengið ósk mína uppfyllta. - í
Hist. patriae, í sögu föðurlandsins.
Sveinsstöðum, 16. ágúst 1825.
Hávelborni hr. prófessor!
Þar eg ekki varð svo heppinn að fá
línu frá yður í surnar, er eg orðinn efa-
blandinn um að bæklingur sá er eg sendi