Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 81
ANDVAHI
ÁTRÚNAÐUR JÓNASAR OG RJARNA
79
Ó, vors Christi andlits bjarta
ítri skugginn, fagra sól!
þá í austri skært þitt skartar
skrauti vafða geislahjól,
og á morgnum unnum frá
upp þig rísa fáum sjá,
Krists upprisu á skal minna
endurrisan geisla þinna.
Það er eftirtektarvert, liversu kenningarinnar um Heilagan anda gætir lítið
í ljóðum Bjarna Thorarensens, en raunar hefur það lengi verið mark á íslenzku
kristnilífi. Vart er unnt að segja, að Bjarni nefni Heilagan anda nema í Bænar-
versi, sem fyrr er vitnað til. Og jafnvel þar er honum ekki lýst sem sjálfstæðri
veru, heldur sem anda Guðs, er sveif yfir vötnunum í upphafi, og þess Ijóss, er
lýsir heimana og upplýsir hjörtu manna á helgistundum.
Ekki dylst, að Bjarni telur manninn guðs ættar og að föðurland hans sé á
himni. Það kemur m. a. skýrt fram í þessum orðum um Svein Pálsson:
Andi sveif þinn hið efra, hýrlega hló og benti
það efra’ honum móti til heimkynna réttra.
En hér í heimi erum vér að sjálfsögðu í föðurhúsi sem á himni. Samanber
það sem segir um fóstrið (þ. e. hinn dána): „Léttfært flýgur það til ljósheima
drottins".
Man það ævi sína
alda hér neðra,
sem menn fullorðnir
minnast barnæsku,
og þakkar hér liðnar
hirtingar drottni
sem fulltíða sonur
föður bezta.
(Til móður uiinnar)
Samanber eftirmælin urn Sigríði Thorarensen: Hana nam drottinn „róg-
heimi frá til ríkis himna“.
En hann áleit
áður rétt vera
þjáning meður
af þungri veiki
sál hennar færa
sér enn nærri
og fagurt hugar hús
hrörlegt gjöra.
I sambandi við ummæli skáldsins um himnana er sérstök ástæða til að
nefna það, hvað hann notar skemmtilega Ásatrúarhugmyndir í kristnum anda,
er hann segir:
Nú fór vor Solveig til sólar
um sæluhlið anda
og reið um grindurnar gullnu
til Gimla kóngs halla.
(Solveig Bogadóttir Thorarensen)
Hér vísa tvær fyrri hendingarnar til lýsinga Opinberunarbókarinnar á
hinni helgu Jerúsalem, en í tveim síðari hendingunum er minnzt þess, er