Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 78
76
GUNNAR ÁRNASON
ANDVAHI
Bjarni fer ekki dult með andstöðu sína við upplýsingarstefnuna. Með
eftirlætisorðtaki fylgjenda hennar snýr hann vopninu við í höndum þeirra,
telur trúleysið heimsku eina, er stafi af menntunarleysi og vanþroska lýðsins.
Glöggt dæmi þessa eru eftirmælin eftir dr. Gísla Brynjólfsson, prest á Hólmum,
einhvern lærðasta mann sinnar samtíðar hérlendis. Hann drukknaði ungur og var
sárt syrgður.
Heims speki, allra mennta móður,
mest liann tignaði .........
segir skáldið, og síðar:
Aldrei liann heimskan aldar hlekkti,
óskiljanlcgt að nefna rangt,
maðurinn vitri mannsvit þekkti,
mannsvit hann sá að nær ei langt,
fjarlægra sólum fjærstu á
fært er moldvörpum ekki að sjá.
Þessvegna hann orði trúar trúði,
því trúarlausa sá hann víst
heimskan með arma kræklum knúði
að kenna dýpstu vizku sízt,
og heimsku telja hvað sem þ a r
heimsku ei eftir þeirra var.
Þarna hikar Bjarni ekki við að bjóða upplýsingarstefnunni byrginn. Það
er heimska ein að afneita því yfirskilvitlega sakir þess, að það er oss óskiljan-
legt. Trúin er einmitt leiðarljós út yfir takmörk hins daglega skynheims og inn
til æðri heima, eins og gjör segir síðar.
Þótt Bjarni Thorarensen hafi, fyrr og síðar, verið talinn lieitari og ákveðn-
ari trúmaður en Jónas Hallgrímsson, koma ólíkt færri trúarhugmyndir fram í
ljóðum hins fyrrnefnda.
Bjarni víkur aftur og aftur að guðslnigmyndinm og óclautileilialnigmyncl-
inni. En þetta eru rr.unar tvær höfuðhugmyndir kristinnar trúar og því vert að
skoða þær nokkuð í spegli skáldsins.
í kvæðinu um fæðingarsveit sína, Fljótshlíðina, minnist Bjarni í hænar-
hug á eilífan Guð:
Heilsaði eg heimi glaður gefi mér Guð eilífur
og hann með ást þá kyssti, geði með sanra að kveðja.
Annars staðar drcpur hann á „eilífa elsku“ og „eilífa miskunn" guðdómsins.
Og þcgar hann yrkir eftir Guðnýju Högnadóttur, teflir hann „landi hins lifanda"
gegn hinum „hverfula heimi".
Sálmur á fagnaðarhátíðinni 1817 er ortur í tilefni af þriggja alda minningu
siðhótar Lúthers. Þar er hjálpræðissagan stuttlega rakin og byrjað á að geta
sköpunarinnar með hcinni tilvitnun í 1. Mósehók: