Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 64
62
PETER HALLBERG
ANDVARI
anna sjálfra hverrar um aðra. Sem dærni um þetta síðastnefnda kýs ég frá-
sögnina af því, þegar Gunnar hefur verið dæmdur útlagi og er á leið til
skips með Kolskeggi bróður sínum, en ákveður að snúa aftur og vera kyrr
á Hlíðarenda.
I athugasemdum um þetta vitnar Bandaríkjamaðurinn Theodore Anders-
son í þessi orð Kolskeggs, er hann mælir til Gunnars: „Hvorki skal eg á þessu
níðast og engu öðru, því er mér er til trúað; og mun sjá einn hlutur svo vera,
að skilja mun með okkur“ (183). En síðan segir Andersson: „Kolskeggur er eini
lykill okkar að skoðun höfundarins. Gunnar hefur strítt hart og lengi móti
hinum þunga straumi ófriðar þess, sem kona hans hefur flækt hann í, en að
síðustu bugast hann og lætur undan síga. Hann hefur ekki vaxið að virðingu
og grípur nú til þess ráðs að fara sínu fram og hlíta eigin siðgæðisvitund"
(Speculum, A Journal of Mediaeval Studies, Vol. XLV, No. 4, October 1970,
587. bls.).
Ég er ekki alveg viss um, hvað hér er átt við með „virðingu" (personal
honor), sem er þá í augurn Anderssons jákvætt hugtak, í mótsetningu við
„eigin siðgæðisvitund" (personal morality), sem virðist vera neikvætt. En hvað
sem því líður, er mjög ólíklegt, að Gunnar hafi talið sig engu skipta sjónar-
mið það, sem bróðir hans heldur fram. 1 raun og veru má vel hugsa sér, að
brigzlyrði Kolskeggs sé aðferð höfundarins til þess að sviðsetja og gera ábrifa-
meiri innri baráttu Gunnars. En nú hefur Gunnar tekið ákvörðun, knúinn
áfram af einhverju afli — „eigin siðgæðisvitund" eða einhverju öðru — sem
er sterkara en hlýðni hans við dómsúrskurðinn í máli hans.
Ég held, að við ætturn að sjá í orðum Kolskeggs einmitt skoðun h a n s
á því, hvaða rök ættu hér að vera þyngst á metunum. Að skoðun höfundarins
verðum við að leita í heildinni, í öllum þeim dómum urn Gunnar, sem fundnir
eru bæði fyrir og eftir „brottfararþáttinn". En það er óþarfi að minna lesendur
Njálu á, að það er ávallt vísað til sérstakra mannkosta Gunnars, miklu oftar en
gert er um nokkra aðra sögupersónu. „Við alla vilda eg gott eiga“ (84), er
setning, sem lýsir manninum vel. „Sáttgjarn hefi eg jafnan verið“ (145), er
önnur svipuð setning. Og þessi ummæli á vissulega ekki að skilja svo sem
þau séu mælt af grobbi, heldur hreinskilni. Eftir víg Gunnars hrósar Gizur
hvíti honum: „Mikinn öldung höfum vér nú að velli lagið, og hefir oss erfitt
veitt, og mun hans vörn uppi, meðan landið er byggt“ (191). Slík lofræða,
lögð í munn Gizurar við þetta tækifæri, er líkleg til að segja rnikið urn álit
höfundarins sjálfs. Að öllu samanlögðu virðist furðulegt og alveg gagnstætt
einföldum skilningi lesandans - á 14. öld ekki síður en á 20. öld — að leggja
megináherzlu á umrædd orðaskipti Gunnars og Kolskeggs, þegar um heildar-