Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 65

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 65
ANDVAKI NJÁLA MIÐALDAl ILLGISAGA? 63 dóm sögunnar um Gunnar er að ræða. Það er eríitt að hugsa sér, að liöfundur- inn hafi séð Gunnar fyrir sér á þessari úrslitastund fyrst og fremst sem mann, sem gripið hafi til einhverra óyndisúrræða. Auðvitað finnum við marga ákveðna og ótt’íræða siðferðisdóma um menn í Njálu, hvort heldur það er höfundurinn, er fellir þá, eða sögupersónurn- ar — og kveður þó öllu meira að neikvæðum dómum. En það er athyglis- vert, að þessir dómar virðast alveg óháðir sérstöku siðferðiskerfi, heiðnu eða kristnu. Hinn virkilegi níðingur sögunnar, Mörður Valgarðsson — en liann er oftar en einu sinni nefndur slægur og illgjarn, líklegur til þess að gera meira „illt en gott“ (289) - tekur kristna trú; hann reynir meira að segja að snúa föður sínum til liins nýja „siðar“, að vísu árangurslaust. En Mörður er vondur maður eftir að liann er orðinn kristinn, eins og hann var áður. Sem kristinn maður drýgir hann versta verk sitt í rógburðinum um Höskuld, sem leiðir til dráps þessa gersamlega saklausa manns og síðar til morðbrennunnar að Bergþórshvoli. Það fer vel saman við aðrar lýsingar á illmenninu, að hetjan Ivári segir um Mörð, að hann sé „bæði hræddur og huglaus" (356). Aður en við höldum áfram að skoða sumar aðrar sögupersónur í Ijósi andstæðunnar heiðinn/kristinn, getur verið forvitnilegt að rifja upp, hvernig höfundurinn fjallar um kristnitökuna á íslandi. Þessum viðburði er lýst á frekar hlutlægan hátt sem liverri annarri sögulegri staðreynd - að vísu sem mjög mikilvægum umskiptum. Þannig er það vissulega lofsvert verk frá kristilegu sjónarmiði, þegar trúboðinn Þangbrandur drepur berserk (268). En berserkir eru ekki eftirlæti heiðinna manna heldur. Egill Skalla-Grímsson hlaut t. a. m. mikla sæmd af vígi berserks, og var hann þó enginn trúboði. Eitt af mörgum skemmtilegum atriðum í Njálu er samtal Þangbrands og Steinunnar, móður Skáld-Refs. Gamla konan spyr prestinn, hvort liann hafi heyrt það, „er Þór bauð Kristi á hólm, og treystist hann eigi að berjast við Þór“. Hún heldur því líka fram við Þangbrand, að það hafi verið Þór, sem hraut skip hans við íslandsstrendur; til að leggja frekari áherzlu á þessa sann- færingu sína varpar hún fram tveimur dróttkveðnum vísum. „Eftir það skild- ust þau Steinunn og Þanghrandur" (265-266). Ekkert bendir til þess, að hinn kristni höfundur hafi litið niður á þessa rammheiðnu kerlingu eða skoðað hana sem eitthvert flagð. Hún stendur þar á sviðinu sem fullgild persóna, jafningi trúboðans. Afstaða höfundarins er róleg, hreinskilin - og hlutlaus. Það er hyldýpi staðfest milli slíks atriðis og allra miðalda helgisagna, predikana eða siðvöndunarrita. I þessu sambandi er rétt að minna á frásögnina af Hrappi Orgumleiða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.