Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 45
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
43
komið að vitja nafna síns, enda jukust nú ágjafirnar, snöggar og hraðar
hreyfingar farkostsins og ægileg hljóð storms og sjávar. En Jón hafði
ekki fyrr stungið höfðinu upp en sjór helltist ofan í klefann, svo að
Jón lirökk öfugur niður, drifvotur niður á bringu. Hann kvað sér bráð-
ófært aftur eftir til nafna síns, enda færi fleytan meira neðan sjávar
en ofan.
„Eg vissi það sosum alltaf,“ sagði hann síðan með hægð, ,,að við
mundum drepa okkur í þessari ferð.“ Hann þagnaði andartak, en mælti
svo með sönru hægðinni: „Heyrðu, Asgeir, hvernig er það með hann
Sigurð Eggerz? Hefur hann nokkuð að lifa á, síðan þeir kipptu undan
honum Islandsbankanum?"
Ásgeir kímdi, og Solveigar-Jón brá við hart og sagði hátt og rösklega:
„Ekki veit ég, hvernig sá sjómaður er gerður, sem ekki þykist full-
sæmdur af að kjósa þig á þing.“
Ásgeir reyndist þegar á framboðsfundunum haustið 1923 með af-
hrigðum snjallur og laginn jafnt í sókn sem vörn, og komu þá strax fram
þau einkenni hans sem ræðumanns, er dugðu honurn svo í málasennum,
að jafnvel slyngustu andstæðingunr reyndist síður en svo dælt við hann að
etja. Hann var jafnan næmur á það, hvernig ræður andstæðinga verk-
uðu á fundarmenn, og hann gekk þess aldrei dulinn, hvar Jreir gáfu á
sér höggstað. Stór orð notaði hann ekki, en var fundvís á þau, sem af-
vopnuðu harðsækinn og gífuryrtan andstæðing. Hann var sérlega hnytt-
inn, og var ekki ótítt, að andstæðingur ylti sjálfur um þau kefli, sem
áttu að verða honum að falli. Hann var meinlegur, en ekki rætinn, og
ætti hann við prúðan mann og fiman í orðaskiptum, jókst honum virðu-
leiki í ræðustól. Vopn hans virtust oft þannig, að hinn bitrasti brandur
sýndist fáguð stofuprýði, en valurinn bar þess merki, hversu bitið hafði
eggin.
Hin sömu aðaleinkenni báru ræður hans á þingi, en þar þótti þegar
mjög athyglisvert, hve sjaldan hann tók til máls. Á þinginu 1924 flutti
hann aðeins 15 ræður, og að forsetum frátöldum tóku einungis tveir þing-
menn sjaldnar til rnáls. Ásgeir ræddi yfirleitt ekki þau smámál, sem
mörgum öðrum þingmönnum verður gjarnan tíðrætt um, og var hann
þó flestum fremur þaulsætinn á þingfundum. Það voru stórmálin, sem