Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 94
92
GUNNAH ÁRNASON
ANDVARI
1 MóSurást er þcssi örvæntingarfulla bæn móðurinnar, sem er að verða úti,
en skýlir sofandi barni sínu við brjóst sér:
„Sonur minn góði! þú sefur í værð,
sér ei né skilur þá hörmunga stærð,
sem að þér ógnar og á dynja fer.
Eilífi guðssonur, hjáliiaðu mér
saklausu barninu’ að lijarga.“. . . .
Æðra hciti verður Jesu ekki gefið.
Mér finnst hvað mest um Jólavísu skáldsins varðandi Kriststrú þess.
Hún er skýr sönnun trúareinlægni og hjartahlýju, og jafnframt sígildur
vitnisburður.
Ætlað er, að hún sé meðal þess síðasta, scm hann orti, og hljóðar svo:
Jólum mínum uni’ eg enn -
og þótt stolið hafi
hæstum Guði heimskir menn,
hcfi eg til þess rökin tvenn,
að á sælum sanni’ er enginn vafi.
Hér lýsir Jónas sig beinan andstæðing margra andans manna og ýmissa
höfuðstefna þátímans. Ekki sízt upplýsingarinnar, sem átti sitt blómaskeið á
uppvaxtar- og skólaárum lians. Eins Hegeliana og Feuerbaclissinna, er um þær
mundir, sem vísan var ort, áttu sér marga eldheita fylgismenn, ekki sízt meðal
rithöfunda. Þótt ekki megi gleyma áminnztum vorgróðri í andlegu lífi Evrópu
á þessum tímum, hafði óneitanlega fjöldi menntamanna, og ófáir guðfræðingar,
megna andúð á fornkirkjulegum kenningum og fyrirleit allt, sem kallast yfir-
náttúrlegt. Þeir flögguðu með skynsemistrú og staðhæfðu, að frásagnir guð-
spjallanna um sendingu Krists, guðlegt eðli hans og kraftaverk, væri hreinn og
beinn tilbúningur, að því einu undanskildu, sem liægt væri að skýra „mcð eðli-
legum liætti", eins og það var orðað.
Enginn skal halda, að Jónasi Hallgrímssyni væri þetta lítt kunnugt. Hann
þckkti þessar skoðanir frá unga aldri. Komst í kast við þær á skólaárum sínum
hérlendis og í Danmörku og lilaut sem náttúrufræðingur að gefa þeirn gaum
og veita þeim grandgæfilega íhugun. Og þótt hann væri tilfinningaríkur bug-
sjónamaður, frýr enginn honum vits eða alvöruþrunginnar gaumgæfni. Skáld var
hann, en vísindamaður jöfnum höndum.
Jólavísa er þess vegna yfirveguð og sannreynd játning hans um gildi Krists.
Hugsun hennar og andblær minnir á kvæði séra Matthíasar Jochumssonar:
Jólin 1891, sem hefst og cndar á þessa leið: