Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 87
ANDVAHI
GUNNAR ÁRNASON
85
hverfis, sem Jónas var sprottinn úr og bjó alltaf að, að því leyti sem ætla má,
að það hafi mótað trúarskoðanir hans, eins og þær birtast í ljóðum hans.
Næst meðfæddri trúhneigð munu bernskuárin hafa valdið hér mestu urn,
haft dýpst áhrif.
Jónas var prestssonur og af mikilli prestaætt. — T il gamans má geta þess,
að þrír föðurbræður hans voru um skeið samtíðis prestar í einurn og sama hreppi
(í Svarfaðardal), sem mun einsdæmi í íslenzkri kirkjusögu. Eg minnist þess ekki
heldur, að fjórir hræður hafi gegnt prestþjónustu í sama prófastsdæmi nema
þeir Hallgrímur, Kristján, Stefán og Baldvin Þorsteinssynir.
Með Jónasi og föður hans var rnikið ástríki, og fylgdi því lotning af hálfu
sonarins. Einnig vafalaust virðing fyrir trú og kenningu séra Hallgríms. Heimilis-
guðrækni var þá líka í fullum hlóma, og fræ hennar festu tíðum rætur í opnum
og gljúpum barnshugum.
Þegar Jónas var enn á barnsaldri, varð hann fyrir sviplegu áfalli. Faðir hans
drukknaði í Hraunsvatni. Það vakti Jónasi ævilangan harm. Vafalaust hefur
móðirin þá örvað þennan tilfinningaríka son sinn til að treysta Guði og leita
trúar og styrks í bæninni og hann fylgt þeim ráðum af fúsum vilja.
Þessi árin var Jónas í nágrenni við og undir handarjaðri séra Jóns Þorláks-
sonar á Bægisá og lagði vafalaust eyrun við kveðskap hans, bæði andlegum og
veraldlegum. Um eða eftir fermingu var honum komið til náms hjá prestinum
í Goðdölum. Síðan fór hann í Bessastaðaskóla.
Ein af hiifuðnámsgreinum í Bessastaðaskóla var guðfræði, enda veitti loka-
prófið rétt til prestsembætta. Þess rná strax geta, að Jónas Hallgrímsson sótti á
sínum tíma um þrjú prestaköll hér á landi, en hin andlegu og veraldlegu völd
höfnuðu honum. Leikmenn höfðu þá engan kosningarétt, svo að kirkjan bar ekki
gæfu til að fá þennan mann í þjónustu sína. Og er það mikil kaldhæðni ör-
laganna.
Ætla mætti, að Bessastaðaskóli hefði haft lífgandi trúaráhrif á nemendurna.
En allt öðru var að heilsa á þeim tíma, sem hér urn ræðir. Forstöðumaðurinn,
Jón Jónsson lektor, var rammur og þurr skynsemistrúarmaður. Líku máli gegndi
um sóknarprestinn Árna biskup Helgason í Görðum, eins og fyrr hefur verið
vikið að. Lærdómsbækurnar, hvort heldur eftir Fogtmann hiskup eða aðra, hættu
lítið úr skák. Þær voru ekki vekjandi. Aftur á móti gætti áhrifa Magnúsar
Stephensens mikið í þann tíð.
Páll Melsteð yngri, skólabróðir Jónasar, lýsir guðfræðikennslunni á Bessa-
stöðum þannig: ,,Það vantaði fjör og framtakssemi í guðfræðinámið á Bessa-
stöðum, og þess vegna leið það fram í einhverju dauðamóki. Ég held það sé sönnu
næst, er ég segi, að margir unglingar hafi komið í skólann með lifandi kristna