Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 157
ANDVAHI
IIUGUR OG HEIMUR GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR
155
Þetta er engan veginn fráleitur skoðanaháttur, en þarfnast þó athugunar.
Tónlist er gerð úr sveiflum í andrúmsloftinu, sem verka á skynfæri vor og valda
þeirri tilfinningu, er felst í tónskynjun. Tónarnir eru því tilfinning. Vér gætum
aldrei útskýrt fyrir daufum manni dásemdir tónlistarinnar, þótt fremur auðvelt
sé að gera blindum manni ljóst, hvað kýr er. Tilfinningar eru ekki áþreifanlegir
hlutir, sem unnt er að bera saman. Mér virðist því harla hátíðlegt að telja skiln-
ing á tónlist fólginn í því að finna lag hljóma í liuga sér, eins og það hljómaði
í sál tónskáldsins, því að óldeift er að koma samanburði við. Vér vitum því ekki,
hvað vér eigum við, er vér ræðum um lagið í huga tónskáldsins.
Getur einhver merking verið fólgin í tónlist, þ. e. einhver merking utan
við tónana sjálfa? Vér vitum, að lög eru fjörug, angurblíð eða dapurleg. Á hinn
bóginn deila menn um, hvort tónlistin getur túlkað mannlegar tilfinningar. Um
þetta segir Guðmundur:
„. . . . mér finnst öll sii deila dálítifí sliopleg og benda á, ar) menn
liafi ekki gert sér eins Ijóst og æskilegt væri, hvað þeir eni afí tala um.
Mér finnst sem sé augljóst, að hvert lag eÓa tónverk sem er sé skapað
til að láta i Ijós eða hirta .ilveg sérstakt sálarástand, sem sé það sálarástand,
sem tónskáldið sjálft fann í laginu og góðttr áheyrandi finnur í því,
þegar hann lætur það algjörlega fá vald yfir huga sínum og rýma öllu
öðru hurt þaðan" (296.-297. hls.).
Ég tel þ essa skoðun ranga, að svo miklu leyti sem unnt er að tala um
rétt og rangt í þessu tilviki. Hefði Guðmundur á réttu að standa, væri nóg, að
nokkrir tónglöggir menn settust niður í eitt skipti fyrir öll og fyndu út merkingu
tónverks. Vér vitum, að sú er ekki raunin.
Ég fæ ekki séð, að neinu máli skipti, hvort tónverki er ætlað að birta eitt-
hvert sérstakt sálarástand. Tónverkið er sjálfu sér nægt. Það vekur fegurðartil-
finningu í huga áheyrandans, og þessi fegurðartilfinning er óhlutlæg. En gætum
að, aðgátar er þörf. Mér kemur ekki til hugar að neita því, að tónverk geti flutt
boðskap. Hins vegar er vitneskja vor um boðskap tónlistarinnar annaðhvort fólgin
í textum, er fylgja með tónlistinni, eða vitneskjan er sögulegs eðlis. Vér vitum,
að níunda hljómhviða Beethovens er óður til gleðinnar. En ég leyfi mér að full-
yrða, að maður, sem heyrði hljómkviðuna án þess að þekkja sögu hennar, hefði
ekki hina minnstu ástæðu til að telja, að svo væri, en gæti notið tónlistarinnar
engu að síður.
Mér kemur ekki heldur til hugar að neita því, að tilfinningar tónskáldanna,
ast, aðdáun, hatur, eru oft orsakir tónverka þeirra. Hinu neita ég, að tilfinning-
?rnar felist í tónlistinni sjálfri.