Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 29
ANDVAHI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
27
mennsku í oft vandhæfum samskiptum sínum viÖ mismunandi mann-
gerðir. Ásgeir brosti dálítið sérlega um leið og liann mælti:
„Þessu er ég löngu búinn að gera mér grein fyrir."
Þegar Stefán bóndi galt Ásgeiri sumarkaupið 1909, fórust bonum
þannig orð:
„Þú ert óharðnaður, en ætli ég greiði þér ekki fullt kaup.“
Ásgeir þakkaði, og síðan var hann tvö sumur í viðbót kaupamaður í
Möðrudal. Honum varð vel við búsbónda sinn og húsmóður og virti þau
bæði rnikils, og náttúran þarna uppi á hálendinu seiddi hann svo, að honum
fannst bann þurfa að kynnast henni sem nánast. Fagurt var á Mýrunum,
þegar bezt naut sín þar í fögru veðri bið sérkennilega landslag og bið
undursamlega víðsýni til allra átta, og ekkert fékk jafnazt á við bið fjöl-
breytta og kliðríka fuglalíf á láði og legi þar vestra með öllum þess marg-
breytilegu hljóðum, sem sum minntu á ástarsöngva og vögguljóð, en önn-
ur voru svo bávær, margslungin og kliðandi, að það var sem náttúran
stemmdi þar strengi sína til túlkunar ærslaþrunginnar lífsgleði. En svo
ólíkt sem flest var í Möðrudal landi bernsku hans og æsku, meðal annars
fuglalíf lítið og fábreytt, lærðist Ásgeiri fljótt að meta þá fegurð í lit-
brigðum fjalla og hæða, sem margur hefur rómað. Og svo var það bin
heillandi þögn, sem var svo alger, þegar náttaði, að það var sem öll
náttúran stæði á öndinni hlustandi á einhverja himneska hljóma, sem
eyra mannsins fengi ekki numið. Og ekki þurfti Ásgeir annað, einkum
á síðari árum ævinnar, en bugsa austur til þess að sjá ekki aðeins Herðu-
breið í allri sinni tign, beldur og Víðidalsfjöllin með þeirra mildu og
töfrandi tilbrigðum í litum og línum —, og svo var það þögnin, sem ekki
átti sinn líka, það var sem bún í fjarlægð fengi umvafið bann bjúpi yfir-
skilvitlegs öryggis.
Hann bafði því síður en svo séð eftir að ráða sig austur í Möðrudal,
°g honum þóttu og fróðlegar ferðirnar þangað og þaðan, svo sem hann
hafði búizt við. Mestan liluta leiðanna fór bann á skipum, og vissulega sá
bann mikið af landinu á þeim ferðum. Hann kom til dæmis tvívegis í björtu
á Isafjörð, Flateyri, Þingeyri og Bíldudal og gat nokkuð svipazt um á slóðum
forfeðra og frænda í föðurætt móður sinnar. En hann hafði farið á
bestbaki til Reyðarfjarðar, séð hið mikla Fljótsdalshérað og gefizt tækifæri