Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 41
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
39
en við hann var hann jafnan vanur að ráðgast um vandamál sín. Matthí-
as var fljótur til svars og sagði:
„Þeir sýna þér traust, þessir menn. Bjóddu þig bara fram. Það er
engin hætta á, að þú verðir hosinn."
Asgeir samþykhti síðan framboð símleiðis og óshaði þess, að safnað
væri meðmælendum. Svo hóf hann söfnun ýmissa nauðsynlegra gagna,
°g kom honum þar vel, að hann hafði verið þingshrifari á surnum vetrar-
þingum. Veitti honum sízt af að búa sig sem bezt, því að ekki var það
neinn aukvisi, sem keppa skyldi við hann um þingsætið. Það var Guðjón
Guðlaugsson, sem lengstum var kenndur við Ljúfustaði í Fellshreppi í
Strandasýslu. Hann hafði lengi verið hreppstjóri, oddviti og sýslunefndar-
rnaður, brautryðjandi Strandamanna í ræktunar- og verzlunarmálum, var
gjaldkeri Búnaðarfélags Islands og endurskoðandi Landsbankans, alþingis-
maður Strandamanna í 18 ár, landskjörinn þingmaður frá 1916—22 og
kosinn í ýmsar mjög mikilvægar milliþinganefndir. Hann var og kunnur
sem harður og skapmikill andstæðingur, utan þings og innan, og snjallur
og meinlegur ræðumaður, enda um hann þessi vísa í hinurn sígildu Al-
þingisrímum:
„Guðjón rauðan hristi haus
með hrottaglott á vörum,
aldrei blauður, óttalaus
öskraði, sauð og vall og gaus.“
Og þó að Guðjón væri nú orðinn hálfsjötugur, var hann vel ern — og
þótti víst flestum, að hinn ungi og stjórmálalega óreyndi Ásgeir Ásgeirs-
son mundi slíkri höfuðkempu léttur í sviptingum, þegar á hólminn kæmi.
Asgeir varð samskipa Guðjóni til Isafjarðar, nokkru áður en fram-
boðsfundir skyldu hefjast, og stakk Ásgeir upp á því, að þeir yrðu sam-
ferða vestur yfir Breiðadalsheiði, enda hafði þeim fallið vel á leiðinni
til Isafjarðar. En Guðjón brá grönum og mælti:
„Nei. Nú skilja leiðir og óvíst, hvað bróðernið helzt lengi úr þessu.“
Asgeir fékk sér síðan fylgdarmann og trússahest og fór fótgangandi
yfir Breiðadalsheiði vestur að Flateyri, þar sem þau Snorri Sigfússon
°g kona hans, Guðrún Jóhannesdóttir, tóku honum fagnandi, og hjá