Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 144

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 144
142 ÞÓRÐUR JÓNSSON ANDVAHI „Finnst oss sjálfum, að vér séum vélar og að meðvitund vor hafi aldrei neitt atkvæði um það, hvort vér gerum þetta eða hitt? Gerum vér ekki allir greinarmun á þeim hreyfingum, er vér köllum ósjálfráðar, og hinum, er vér köllum sjálfráðar? 1 hverju er þá munurinn fólginn? Hér verður hver og einn að spyrja meðvitund sjálfs sín, því enginn getur séð eða þreifað á því, sem fram fer í meðvitund annars" (98. hls.). Hér erum vér komin að því, hvort efni og andi séu tveir óskyldir þættir tilverunnar, eins og Descartes taldi forðum, eða hvort hið andlega sé tilveru- háttur efnisins, eins og efnishyggjumenn telja. I bók sinni Á mörkum mann- legrar þekkingar segir Brynjólfur Bjarnason m. a.: „Díalektísk efnishyggja lítur svo á, að vitundin sé eiginleiki efnisins á háþróuðu skipulagsstigi þess“ (106. bls.). Andstæðan er svo tvíhyggja Descartes, sem Þorsteinn Gylfason telur, að í séu „fólgin drög að skynsamlegri heimsmynd“ (Tilraun um mann- inn 165. bls.). Einsýnt er, að Guðmundur Finnbogason hallast að síðari skoð- uninni. 1 upphafi 7. kafla er lýsing á mannsheilanum og taugakerfinu, og greint er frá starfi þessara ágæta líkamshluta. Elirði ég eigi um að tíunda það. Lýst er, hvernig áreiti orka á líkamann og vekja ætíð ákveðin andsvör eða a. m. k. tilhneigingu til andsvars. Síðan víkur höfundur að því, er hann telur aðalatriði: „Eins og áhrifin sjálf vekja hjá oss margvíslegar hreyfingar, sem upphaflega fara eftir eðli áhrifanna og gerð og ástandi líkamans, eins vekj.i endurminningar eða umhugsun um þessi áhrif sams konar hreyf- ingar eða hneigð til sams konar hreyfingar og áhrifin sjálf vöktu" (108. hls.). Hann nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. Brennt barn forðast eldinn. Minn- ing barnsins um fyrri bruna þess er svo sterk, að það forðast eldinn þrátt fyrir löngunina til að nálgast hann. Guðmundur útskýrir, hvernig vér öðlumst vald yfir hreyfingum líkam- ans, og segir m. a.: „Valdið yfir hreyfingum vorum er fólgið í því valdi, er vér höfum yfir þeim hugmyndum, sem vekja þessar hreyfingar" (110. hls.). Auðvitað er vald yt’ir hreyfingum líkamans fólgið í valdi voru yfir hugmyndun- um um hreyfingarnar. Ef vér vissum ekki, að vér höfum fætur, gætum vér trauðla gengið. Á hinn bóginn fæ ég ekki séð, að hugmyndir vorar um hreyf- ingarnar nægi til að framkvæma þær. Oft kemur fyrir, að vér vitum nákvæmlega, hvernig gera skal eitthvert verk, en getum það samt ekki af ýmsum ástæðum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.