Andvari - 01.01.1973, Side 144
142
ÞÓRÐUR JÓNSSON
ANDVAHI
„Finnst oss sjálfum, að vér séum vélar og að meðvitund vor hafi
aldrei neitt atkvæði um það, hvort vér gerum þetta eða hitt? Gerum vér
ekki allir greinarmun á þeim hreyfingum, er vér köllum ósjálfráðar, og
hinum, er vér köllum sjálfráðar? 1 hverju er þá munurinn fólginn? Hér
verður hver og einn að spyrja meðvitund sjálfs sín, því enginn getur séð
eða þreifað á því, sem fram fer í meðvitund annars" (98. hls.).
Hér erum vér komin að því, hvort efni og andi séu tveir óskyldir þættir
tilverunnar, eins og Descartes taldi forðum, eða hvort hið andlega sé tilveru-
háttur efnisins, eins og efnishyggjumenn telja. I bók sinni Á mörkum mann-
legrar þekkingar segir Brynjólfur Bjarnason m. a.: „Díalektísk efnishyggja
lítur svo á, að vitundin sé eiginleiki efnisins á háþróuðu skipulagsstigi þess“
(106. bls.). Andstæðan er svo tvíhyggja Descartes, sem Þorsteinn Gylfason
telur, að í séu „fólgin drög að skynsamlegri heimsmynd“ (Tilraun um mann-
inn 165. bls.). Einsýnt er, að Guðmundur Finnbogason hallast að síðari skoð-
uninni.
1 upphafi 7. kafla er lýsing á mannsheilanum og taugakerfinu, og greint
er frá starfi þessara ágæta líkamshluta. Elirði ég eigi um að tíunda það. Lýst
er, hvernig áreiti orka á líkamann og vekja ætíð ákveðin andsvör eða a. m. k.
tilhneigingu til andsvars. Síðan víkur höfundur að því, er hann telur aðalatriði:
„Eins og áhrifin sjálf vekja hjá oss margvíslegar hreyfingar, sem
upphaflega fara eftir eðli áhrifanna og gerð og ástandi líkamans, eins
vekj.i endurminningar eða umhugsun um þessi áhrif sams konar hreyf-
ingar eða hneigð til sams konar hreyfingar og áhrifin sjálf vöktu"
(108. hls.).
Hann nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. Brennt barn forðast eldinn. Minn-
ing barnsins um fyrri bruna þess er svo sterk, að það forðast eldinn þrátt fyrir
löngunina til að nálgast hann.
Guðmundur útskýrir, hvernig vér öðlumst vald yfir hreyfingum líkam-
ans, og segir m. a.:
„Valdið yfir hreyfingum vorum er fólgið í því valdi, er vér höfum
yfir þeim hugmyndum, sem vekja þessar hreyfingar" (110. hls.).
Auðvitað er vald yt’ir hreyfingum líkamans fólgið í valdi voru yfir hugmyndun-
um um hreyfingarnar. Ef vér vissum ekki, að vér höfum fætur, gætum vér
trauðla gengið. Á hinn bóginn fæ ég ekki séð, að hugmyndir vorar um hreyf-
ingarnar nægi til að framkvæma þær. Oft kemur fyrir, að vér vitum nákvæmlega,
hvernig gera skal eitthvert verk, en getum það samt ekki af ýmsum ástæðum,